Category: Fréttir

Fræðslufundi um heimsmarkmiðin frestað til 3. febrúar

Fræðslufundur um heimsmarkmiðin sem átti að vera 27. janúar er frestað til fimmtudagsins 3. febrúar 2022. Að fundinum standa Almannaheill og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig hér. Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna mun halda stutta kynningu um heimsmarkmiðin og ávinning félagasamtaka að taka þau upp og samþætta í daglega starfsemi sína.… Sjá meira →

Til hamingju með dag sjálfboðaliðans

Hildur Helga Gísladóttir, varaformaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans. (birt í Morgunblaðinu) Sameinuðu þjóðirnar útnefndu Dag sjálfboðaliðans til að vekja athygli á öllum þeim einstaklingum sem sinna sjálfboðaliðastörfum. Almenn skilgreining á sjálfboðaliðastarfi er: Sjálfboðið vinnuframlag einstaklinga sem taka að sér að sinna valfrjálsum viðfangsefnum sem unnin eru innan ákveðins ramma með hagsmuni almennings að leiðarljósi, án þess að sjálfboðaliðinn fái greiðslu… Sjá meira →

Dagur sjálfboðaliðans sunnudaginn 5. desember

Sunnudagurinn 5. desember er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliða. Sjálfboðaliðastarf er mikilvægur þáttur í starfsemi flestra almannaheillafélaga hvort sem þau starfa á landsvísu eða á alþjóðlegum vettvangi.  Hjálparstarf kirkjunnar hefur um árabil aðstoðað fólk sem býr við kröpp kjör á Íslandi og fyrir síðustu jól nutu rúmlega 1700 fjölskyldur aðstoðar um allt land.  Sjálfboðaliðastarf teygir sig einnig út fyrir landsteinanna samanber saga… Sjá meira →

Svona skráir maður félag/stofnun á Almannaheillaskrá

Öll félög sem vilja nýta sér ávinning af lögum 32/2021 á þessu ári verða að skrá sig á Almannaheillaskrá fyrir áramót. Skilyrði fyrir frádrætti hjá gefendum er að móttakandi sé skráður á almannaheillaskrá á því tímamarki sem gjöf er afhent eða framlag veitt og gildir frádráttarheimildin um framlög sem berast frá og með þeim degi sem sótt var um skráningu… Sjá meira →

Skráning á Almannaheillafélagaskrá og Almannaheillaskrá

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá neinum almannaheillafélögum að nýtt skattaumhverfi slíkra félaga tók gildi 1. nóvember síðastliðinni samanber lög nr. 32/2021 um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (skattalegir hvatar fyrir lögaðila sem starfa til almannaheilla) og lög nr. 110/2021 um félög til almannaheilla.  Síðustu daga hafa borist tilkynningar og leiðbeiningar frá Skattinum um hvernig megi… Sjá meira →

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Almannaheillaskrá

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skráningu í Almannaheillaskrá Skattsins samanber tilkynning frá 22. nóvember. Skráningin er ætluð óhagnaðardrifnum félögum, sjóðum og stofnunum sem hafa með höndum óhagnaðardrifna starfsemi til almannaheilla.  Gjafir og framlög til slíkra lögaðila skapa frádráttarheimild hjá gefendum. Listi yfir viðurkennda lögaðila hvers árs verður birtur á heimasíðu Skattsins. Umsókn um skráningu á almannaheillaskrá er rafræn í… Sjá meira →

Námskeið í jafnréttisáætlunum Horizon Europe 1. desember

Rannís heldur námskeið á netinu 1. desember nk. frá 11-12 þar sem farið verður yfir jafnréttisáætlanir í Horizon Europe, helstu kröfur og innleiðingarferla. Frá og með árinu 2022 er skylda fyrir allar opinberar stofnanir sem ætla að taka þátt í Horizon Europe að innleiða sérstaka jafnréttisstefnu  innan sinnar stofnunar. Námskeiðið er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá þátttöku. Sjá meira →

Skilyrði fyrir skráningu á Almannaheillaskrá

1. nóvember 2021 var heimilaður frádráttur frá skattskyldum tekjum vegna gjafa og framlaga til lögaðila, sem uppfylla tiltekin skilyrði og eru skráð í almannaheillaskrá sem Skatturinn heldur. Sjá einnig umfjöllun á vefsíðu skattsins um Almannaheillaskrá samanber lög nr. 32/2021. Meðal þeirra skilyrða sem lögaðilar þurfa að uppfylla til þess að gjafir eða framlög til þeirra skapi frádráttarrétt hjá gefanda er… Sjá meira →

Frestur til að sækja um styrki til verkefna á sviði velferðarmála framlengdur

Félagsmálaráðuneytið hefur framlengt umsónafrest félagasamtaka til að sækja um styrki til verkefna á sviði velferðarmála til 22. nóvember. Veittir eru styrkir til afmarkaðra verkefna sem miða að því að veita einstaklingum eða hópum stuðning, fræðslu og ráðgjöf samkvæmt áherslum ráðherra hverju sinni. Styrkir eru ekki veittir til lengri tíma en eins árs í senn. Þá má meðal annars veita til… Sjá meira →

Kynjaþing 13. nóvember

Kvenréttindafélagið aðildarfélag Almannaheilla stendur að þremur viðburðum á Kynjaþingi 2021 sem verður haldið næsta laugardag 13. nóvember kl. 13 í Veröld húsi Vigdísar. Kynjaþing er samráðsvettvangur samtaka sem starfa að jafnrétti og mannréttindum. Fullt aðgengi er að kynjaþingi og ókeypis aðgangur. Við minnum á grímuskyldu og hvetjum öll til að fara í hraðpróf eða heimapróf áður. Hægt er að sjá… Sjá meira →