Fræðslufundi um heimsmarkmiðin frestað til 3. febrúar

Fræðslufundur um heimsmarkmiðin sem átti að vera 27. janúar er frestað til fimmtudagsins 3. febrúar 2022. Að fundinum standa Almannaheill og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig hér.

Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna mun halda stutta kynningu um heimsmarkmiðin og ávinning félagasamtaka að taka þau upp og samþætta í daglega starfsemi sína. Félag Sameinuðu þjóðanna hefur verið leiðandi í fjölbreyttri miðlun um heimsmarkmiðin, fjalla um mikilvægi sjálfbærrar þróunar auk þess að veita upplýsingar um Sameinuðu þjóðirnar og þróunarsamvinnu.

Fræðslufundurinn verður sá fyrsti í röð funda og vinnustofa sem haldnar verða á árinu um innleiðingu heimsmarkmiðanna í stefnu og vinnu félagasamtaka. Sjá upptöku af fundinum.