Aðildarfélög

Aðild að Almannaheillum geta þau almannaheillasamtök fengið sem eru með almennan aðgang og lýðræðislega stjórnarhætti, eru skráð hjá Hagstofu Íslands, og á einhvern hátt er ætlað að vinna að heill ótiltekins fjölda manna án hagnaðarsjónarmiða þeirra sem reka og stýra félaginu, einnig sjálfseignarstofnanir, sem hafa samskonar markmið

Aðild að Almannaheillum veitir félögum meðal annars:
– Aðgang að þekkingarneti almannaheillafélaga um faglegan rekstur
– Hagnýt fræðsla um rekstur almannaheillasamstaka
– Sýnilegan stuðning við sameiginlegar siðareglur almannaheillasamtaka
– Stuðning við bætt rekstrarumhverfi almannaheillasamtaka, s.s. skatta og lagaumhverfi
– Samstöðu almannaheillasamtaka á Íslandi um sameiginleg hagsmunamál
– Afslátt af fræðslufundum og sérsniðinni stjórnendaþjálfun

 

Sótt er um aðild með því að fylla út meðfylgjandi umsóknarform, ásamt því að senda inn félagasamþykktir umsóknarleitanda og skýrslu um starfsemi hans. Inntökunefnd stjórnar fer yfir umsóknirnar og leggur þær fyrir stjórn til samþykktar. Aðalfundur samtakanna skal staðfesta aðild. Brottrekstur samtaka ákveðst af stjórn og skal staðfestur á næsta aðalfundi.

 

Aðildarfélög Almannaheilla eru:

ADHD samtökin Landssamband eldri borgara
Bandalag íslenskra skáta Landssamtökin Geðhjálp
Barnaheill Landssamtökin Þroskahjálp
Blátt áfram forvarnarverkefni gegn kynferðisofbeldi á börnum Neytendasamtökin
Blindrafélagið Norræna félagið
Einstök börn Móðurmál – samtök um tvítyngi
Félag íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) SÁÁ – Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann
Félag lesblindra Samtök sparifjáreigenda
FRÆ Fræðsla og forvarnir Skógræktarfélag Íslands
Gróður fyrir fólk í landnámi Ingólfs Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
Heimili og skóli Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
Hjartavernd Ungmennafélag Íslands – UMFÍ
Hjálparstarf Kirkjunnar Umhyggja
Krabbameinsfélagið Vímulaus æska
Kvenréttindafélag Íslands Vinir Vatnajökuls
Kvenfélagasamband Íslands Öryrkjabandalag Íslands
Landvernd