Kynjaþing 13. nóvember

Kvenréttindafélagið aðildarfélag Almannaheilla stendur að þremur viðburðum á Kynjaþingi 2021 sem verður haldið næsta laugardag 13. nóvember kl. 13 í Veröld húsi Vigdísar. Kynjaþing er samráðsvettvangur samtaka sem starfa að jafnrétti og mannréttindum. Fullt aðgengi er að kynjaþingi og ókeypis aðgangur. Við minnum á grímuskyldu og hvetjum öll til að fara í hraðpróf eða heimapróf áður. Hægt er að sjá viðburði í streymi.