Námskeið í jafnréttisáætlunum Horizon Europe 1. desember

Rannís heldur námskeið á netinu 1. desember nk. frá 11-12 þar sem farið verður yfir jafnréttisáætlanir í Horizon Europe, helstu kröfur og innleiðingarferla. Frá og með árinu 2022 er skylda fyrir allar opinberar stofnanir sem ætla að taka þátt í Horizon Europe að innleiða sérstaka jafnréttisstefnu  innan sinnar stofnunar. Námskeiðið er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá þátttöku.