Fundur fólksins

Lýðræðishátíðin Fundur fólksins er vettvangur þar sem boðið er upp á samtal milli almennings, stjórnmálafólks og frjálsra félagasamtaka. Lýðræði og opin skoðanaskipti eru leiðarstef í samtalinu.

Fundurinn er lýðræðishátíð í anda slíkra viðburða sem hafa fest sig í sessi á hinum Norðurlöndunum undanfarin ár, s.s. Almedalsveckan á Gotlandi í Svíþjóð, Folkemødet á Bornholm í Danmörku og Arendalsuka í Noregi. Fundur Fólksins var fyrst haldinn í Norræna húsinu sumarið 2015. Hátíðin var haldin í Hofi á Akureyri árið 2019 og gekk undir nafninu Lýsa.

Fundur fólksins 2022 verður haldinn í Norræna húsinu 16.-17. september, 2022.

Frekari upplýsingar og skráning fer fram fundurfolksins.is.