Hagnýtt efni

Skráning á almannaheillafélagaskrá og almannaheillaskrá – skattafrádráttur almannaheillasamtaka

Greinargóðar leiðbeiningar um skráningu félaga á almannaheillafélagaskrá og almannaheillaskrá má finna á vef Almannaheilla: Skráning á Almannaheillafélagaskrá og Almannaheillaskrá

Á vefsíðu Skattsins eru upplýsingar um þau skilyrði sem gilda fyrir lögaðila sem hyggjast sækja um skráningu á:


Þjónustusamningar

Handbók um gerð þjónustusamninga má finna á vef Stjórnarráðsins.


Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Upplýsingar um góða stjórnarhætti almannaheillafélaga til að verja þau gegn misnotkun má finna á vef Stjórnarráðsins: https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=94e0067c-c439-11e9-9446-005056bc530c


Systkinasamtök erlendis

Almannaheillasamtök eru starfandi víða um lönd. Í nágrannalöndum okkar hafa þau verið starfrækt lengi og náð markverðum árangri fyrir bættu rekstrarumhverfi frjálsra félagasamtaka og stofnana sem flokkast til þriðja geirans. Hér fyrir neðan er hægt að skoða heimasíður félagasamtaka á Norðurlöndunum  sem vinna að almannaheillum.

Noregur http://www.frivillighetnorge.no/no/Om_Frivillighet_Norge

Danmörk http://www.frivillighed.dk/Webnodes/da/Web/Public/Forside

Svíþjóð http://socialforum.se/se/Startsida og http://www.concord.se/page.asp?id=56

Evrópsk samtök – Enna http://www.enna-europe.org

Alþjóðleg samtök – Civicus http://www.civicus.org


Stjórnun

Á vefsíðunni www.volunteering.org.uk er að finna ýmsar hagnýtar upplýsingar um sjálfboðaliðastörf og stjórnun félagasamtaka. Einnig mælum við í þessu samhengi eindregið með öndvegisritinu Stjórnun og rekstur félagasamtaka, ritstýrt af dr. Steinunni Hrafnsdóttur og dr. Ómari H. Kristmundssyni, en það kom út árið 2008 hjá Háskólaútgáfu.


Samstarf

Almannaheill er í samstarfi við Vaxandi, miðstöð um samfélagslega nýsköpun við Háskóla Íslands.