Category: Fréttir

Skattalegt umhverfi þriðja geirans eflt: Málþing Almannaheilla og Vaxandi

Nú er til umræðu frumvarp til laga sem felur í sér breytingar á ýmsum lögum um skatta og gjöld með það að leiðarljósi að styrkja og efla skattalegt umhverfi þeirra lögaðila sem starfa til almannaheilla og falla undir svonefndan þriðja geira. Á rafrænu málþingi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi, miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun hjá Háskóla Íslands, 11. febrúar nk. verður frumvarpið… Sjá meira →

Áfengi stendur í vegi fyrir heimsmarkmiðum

IOGT á Íslandi hefur nýlega þýtt og gefið út vandaðan bækling frá MOVENDI sem fjallar um hvernig áfengi hindrar að við náum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. Í bæklingnum er sýnt fram á að áfengi hindrar og tálmar að við náum 14 af 17 markmiðunum. Í bæklingnum er farið í gegnum markmiðin og skoðað hvað má betur fara. IOGT á Íslandi segir… Sjá meira →

Vaxandi: Umræðuvettvangur fyrir félagasamtök

„Nýja vefnum er ætlað að vera upplýsinga- og umræðuvettvangur fyrir íslensk félagasamtök. Ætlunin er að miðla hagnýtum upplýsingum um stjórnun, skipulag og rekstur félagasamtaka og annarra sem starfa án hagnaðarvonar. Vonast er til að vefurinn komi að haldi fyrir frumkvöðla – þá sem eru að taka sín fyrstu spor með samfélagsleg verkefni – og líka rótgróin félög sem vilja bregðast… Sjá meira →

Almannaheill kynna heimsmarkmiðin

Verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og Almannaheill – samtök þriðja geirans hafa gert með sér samkomulag um kynningarstarf til handa félagasamtökum um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna næstu 12 mánuði. Tilgangur verkefnisins er að hvetja félagasamtök á íslandi til að samþætta heimsmarkmiðin inn í daglega starfsemi sína. Í samkomulaginu felst að verkefnastjórnin og Almannaheill standa saman að fræðslufundum, Almannaheill miðli upplýsingum… Sjá meira →

Vaxandi – Miðstöð um samfélagslega nýsköpun

 Vefur Vaxandi – miðstöðvar um samfélagslega nýsköpun er kominn í loftið. Markmið Vaxandi er að efla þekkingu á starfi félagasamtaka á Íslandi og annarra sem starfa án hagnaðarvonar með sérstakri áherslu á samfélaga nýsköpun og félagslega frumkvöðla. Með samfélagslegri nýsköpun (e. social innovation) er hér átt við nýjar eða breyttar leiðir til að mæta þörfum samfélagsins með framlagi notenda, starfsfólks… Sjá meira →

Umsögn Almannaheilla um boðað frumvarp um skattaumhverfi starfsemi til almannaheilla

Í samráðsgátt stjórnvalda hafa verið birt áform fjármála- og efnahagsráðuneytis um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (Skattalegir hvatar vegna starfsemi til almannaheilla – þriðji geirinn). Áformin snúa að því að létta sköttum og gjöldum af íslenskum almannaheillasamtökum. Almannaheill sendi inn umsögn um þessi áform þar sem þeim er fagnað enda eru þau til… Sjá meira →

Fundi fólksins aflýst

Líkt og fram hefur komið þá stóð til að halda lýðræðishátíðina Fund fólksins þann 16. – 17. október í Norræna húsinu þetta árið. Sökum sóttvarnaaðgerða varð hins vegar ekki af þessum fyrirætlunum og því er útséð með að af hátíðinni verði þetta árið. Stefnt er að því að halda hátíðina með glæsibrag á næsta ári. Sjá meira →

Málþing: Staða félagasamtaka í alheimsfaraldri

Í yfirstandandi faraldri hefur reynt verulega á hið skipulagða starf sem fram fer á vegum félagasamtaka og annarra sem falla undir þriðja geirann svonefnda. Fjölmörg þeirra hafa brugðist við auknum þörfum fyrir aðstoð. Félagasamtök treysta á stuðning almennings og framlög hins opinbera og einkaaðila. En hefur þessi stuðningur breyst á tímum faraldursins? Á málþingi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi,… Sjá meira →

Athugasemd vegna rangfærslna

Eins og fram hefur komið hafa Almannaheill samið við Norræna félagið um að sjá um framkvæmd lýðræðishátíðarinnar Fundar fólksins næstu þrjú ár. Tilgangur Fundar fólksins er að skapa vandaðan vettvang, þar sem boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka í því skyni að skapa meira traust og skilning á milli ólíkra aðila samfélagsins. Fundur fólksins verður haldinn… Sjá meira →

Norræna félagið sér um framkvæmd Fundar fólksins

Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla, og Hrannar B. Arnarsson, formaður Norræna félagsins, skrifuðu í dag undir samning þess efnis að Norræna félagið verði framkvæmdaaðili lýðræðishátíðarinnar Fundur fólksins næstu þrjú ár. Samningurinn er gerður í framhaldi af góðum styrk Reykjavíkurborgar og Félagsmálaráðuneytis við fundinn ásamt Norræna húsinu. Fundur fólksins verður haldinn í Norræna húsinu dagana 16. – 17. október næstkomandi. Lýðræðishátíðin var… Sjá meira →