Fólk í Úkraínu treystir á þig

Mörg af félagasamtökum Almannaheilla hafa brugðist við neyðinni í Úkraínu og komu flóttafólks til Íslands með ýmsum hætti. 

Öryrkjabandalag Íslands og Þroskahjálp, ásamt samtökunum Tabú og Átaki, hafa hafið söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Samtökin afhentu utanríkisráðherra áskorun vegna fatlaðs fólks í Úkraínu og sendu jafnframt frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað var á stjórnvöld að grípa tafarlaust til aðgerða til að tryggja öryggi fatlaðra borgara í stríðinu.

Fólk á flótta undan stríðsátökum í Úkraínu hefur undanfarið notið aðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar í Ungverjalandi, bæði í Úkraínu og í Ungverjalandi. Leggja má starfinu lið á heimasíðu félagsins: https://www.hjalparstarfkirkjunnar.is/adstod-veitt-flottafolki-fra-ukrainu.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa hafið neyðarsöfnun fyrir börn í Úkraínu. Hægt er að leggja söfnuninni lið hér: https://www.styrkja.is/barnaheillneydarsofnun 

SOS Barnaþorpin hafa hafið söfnun fyrir börn í Úkraínu: Neyðarsöfnun – SOS Barnaþorpin

Móðurmál the Association on Bilingualism er að skipuleggja viðburð og peningasöfnun í Gerðubergi 2. apríl n.k. Úkraínsku flóttafólki á Íslandi verður boðið að koma, hlusta á tónlist og spjalla.