Sjálfboðaliði ársins 2022

Almannaheill kallar eftir tilnefningum til Sjálfboðaliða ársins 2022

Starf sjálfboðaliða er víða í samfélaginu og ekki síst innan almannaheillafélaga og í ár vill Almannaheill vill beina ljósinu að sjálfboðaliðum innan sinna félaga og tilnefna sjálfboðaliða ársins.

Valið á sjálfboðaliða ársins er liður í að þakka þeim fjölmörgu sem leggja til af sínum tíma og orku í starfsemi félagasamtaka á ári hverju. Sjálfboðaliðar vinna að fjölbreyttum verkefnum, bæði sem eru vel sýnileg en ekki síður eru fjölmargir sem vinna að sjálfboðinni vinnu „á bakvið tjöldin“ og því ekki endilega alltaf í sviðsljósinu.

Dagur sjálfboðaliðans er haldinn 5. desember ár hvert og í tilefni dagsins vill Almannaheill beina ljósinu að þeim sjálfboðaliðum sem starfa fyrir aðildarfélög Almannaheilla og jafnframt senda út þakkir til allra sjálfboðaliða sem starfa fyrir almannaheillafélög fyrir þeirra óeigingjarna starf samfélaginu til heilla.

Tekið er við tilnefningum frá félögum innan Almannaheilla til og með 18. nóv. 2022 og verður tilkynnt um sjálfboðaliða ársins hjá Almannaheillum 5. des. á Degi sjálfboðaliðans.

Smellið á hlekkinn til að senda inn tilnefningu – TAKA ÞÁTT