Fundi fólksins aflýst

Líkt og fram hefur komið þá stóð til að halda lýðræðishátíðina Fund fólksins þann 16. – 17. október í Norræna húsinu þetta árið. Sökum sóttvarnaaðgerða varð hins vegar ekki af þessum fyrirætlunum og því er útséð með að af hátíðinni verði þetta árið. Stefnt er að því að halda hátíðina með glæsibrag á næsta ári. Sjá meira →

Málþing: Staða félagasamtaka í alheimsfaraldri

Í yfirstandandi faraldri hefur reynt verulega á hið skipulagða starf sem fram fer á vegum félagasamtaka og annarra sem falla undir þriðja geirann svonefnda. Fjölmörg þeirra hafa brugðist við auknum þörfum fyrir aðstoð. Félagasamtök treysta á stuðning almennings og framlög hins opinbera og einkaaðila. En hefur þessi stuðningur breyst á tímum faraldursins? Á málþingi Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Vaxandi,… Sjá meira →

Athugasemd vegna rangfærslna

Eins og fram hefur komið hafa Almannaheill samið við Norræna félagið um að sjá um framkvæmd lýðræðishátíðarinnar Fundar fólksins næstu þrjú ár. Tilgangur Fundar fólksins er að skapa vandaðan vettvang, þar sem boðið er til samtals milli almennings, stjórnmálamanna og frjálsra félagasamtaka í því skyni að skapa meira traust og skilning á milli ólíkra aðila samfélagsins. Fundur fólksins verður haldinn… Sjá meira →

Norræna félagið sér um framkvæmd Fundar fólksins

Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla, og Hrannar B. Arnarsson, formaður Norræna félagsins, skrifuðu í dag undir samning þess efnis að Norræna félagið verði framkvæmdaaðili lýðræðishátíðarinnar Fundur fólksins næstu þrjú ár. Samningurinn er gerður í framhaldi af góðum styrk Reykjavíkurborgar og Félagsmálaráðuneytis við fundinn ásamt Norræna húsinu. Fundur fólksins verður haldinn í Norræna húsinu dagana 16. – 17. október næstkomandi. Lýðræðishátíðin var… Sjá meira →

Dánargjafir skipta máli

Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna skrifar: Stjórn Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, SKB, ákvað á síðasta ári að taka þátt í átaksverkefni Almannaheilla og nokkurra aðildarfélaga um að vekja athygli á erfðagjöfum. SKB nýtur engra beinna opinberra styrkja og reiðir sig alfarið á afrakstur af eigin söluvörum og fjáröflunum og á framlög frá einstaklingum, félagasamtökum og fyrirtækjum. Starfsemin felst fyrst og… Sjá meira →

Almannaheillasamtök gegna mikilvægu hlutverki við að draga úr afleiðingum Covid-faraldursins

Almannaheill, regnhlífasamtök þriðja geirans, hvetja aðildarfélög sín, önnur félagasamtök, fyrirtæki og stofnanir og allan almenning til að leggjast á sveif með yfirvöldum í að draga úr áhrifum veirufaraldursins og fylla í þau skörð sem ekki er á færi opinberra aðila að fylla. Eftir því sem líður á tíma Covid-faraldursins skýrast afleiðingar hans hér á landi á einstaklinga og samfélag. Þær… Sjá meira →

Ríkisskattstjóri

Varðandi skráningu almannaheillasamtaka á raunverulegum eigendum

Eins og rætt hefur verið á fundum stjórnar Almannaheilla að undanförnu þá hefur það vafist fyrir mörgum félagasamtökum hvernig skrá eigi “raunverulega eigendur” samtakanna hjá fyrirtækjaskrá. Leiðbeiningarnar um það eru ekki skýrar. Það hefur einnig vafist fyrir fyrirtækjaskrá að gefa nákvæmar upplýsingar um þetta efni–starfsmaður fyrirtækjaskrár hefur skýrt þetta hik við að gefa afdráttarlaus svör fyrir formanni Almennaheilla með því… Sjá meira →

Grein eftir formann Almannaheilla – „Sjálf­boða­liða­sam­tökin stóðu vaktina“

Jónas Guðmundsson skrifar: Sjálfboðaliðasamtök létu til sín taka fyrir og um nýliðna jólahátíð, eins og oft áður. Mesta athygli vakti vaskleg framganga björgunarsveita við að bjarga mönnum og dýrum og forða eignatjóni. Titill greinarinnar er einmitt fenginn að láni úr uppgjöri einnar útvarpsstöðvar á glímunni við desemberóveðrið. Ýmsum kom á óvart hve árvekni og afl viðbragðsaðila var mikið. En fleiri… Sjá meira →

Grein á alþjóðlegum degi sjálfboðaliða – ,,Hvernig nennirðu þessu?“

Árni Einarsson skrifar:   Í þessari viku, þann 5. desember, er haldið upp á alþjóðlegan dag sjálfboðaliða. Þetta er ekki einn af þessum dögum sem vekja mikla athygli og umtal. Tilefni hans varðar þó okkur öll. Tilvist og starfsemi almannaheillasamtaka er hugsanlega sjálfsögð, en við leiðum hugann lítið að því hvaða þýðingu slík samtök hafa. En ef þau hyrfu af… Sjá meira →

Samfélagsleg nýsköpun sett í forgang

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar, Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, og Jónas Guðmundsson, formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, undirrituðu viljayfirlýsingu um samstarf um samfélagslega nýsköpun. MYND/Jón Aðalsteinn Bergsveinsson Sjá meira →