1. nóvember 2021 var heimilaður frádráttur frá skattskyldum tekjum vegna gjafa og framlaga til lögaðila, sem uppfylla tiltekin skilyrði og eru skráð í almannaheillaskrá sem Skatturinn heldur.
Sjá einnig umfjöllun á vefsíðu skattsins um Almannaheillaskrá samanber lög nr. 32/2021.
Meðal þeirra skilyrða sem lögaðilar þurfa að uppfylla til þess að gjafir eða framlög til þeirra skapi frádráttarrétt hjá gefanda er að um sé að ræða eftirfarandi starfsemi móttakanda:
- Mannúðar- og líknarstarfsemi
- Æskulýðs- og menningarmálastarfsemi
- Starfsemi björgunarsveita
- Vísindalega rannsóknarstarfsemi
- Starfsemi sjálfstæðra háskólasjóða og annarra menntasjóða
- Neytenda- og forvarnastarfsemi
- Starfsemi þjóðkirkjunnar, þjóðkirkjusafnaða og annarra skráðra trú- og lífsskoðunarfélaga.
Viðkomandi móttakandi gjafar eða framlags þarf að vera skráður í almannaheillaskrá á því tímamarki þegar gjöf er afhent eða framlag veitt.