Tag: Almannaheillaskrá og almannaheillafélagaskrá

Tómas er nýr formaður Almannaheilla

Félagasamtök á Íslandi standa frammi fyrir áskorunum í rekstri sínum og þurfa að standa saman í því að þrýsta á stjórnvöld svo þau bæti skattalegt umhverfi þeirra, svo sem með endurgreiðslu á virðisaukaskatti af aðföngum. Þetta segir Tómas Torfason, nýkjörinn formaður Almannaheilla, samtaka þriðja geirans. Tómas var kjörinn formaður Almannaheilla á aðalfundi félagsins í vikunni. Hann er sjötti formaður Almannaheilla… Sjá meira →

Myndband: Stutt samantekt frá pallborðsumræðum 17. september

Er ykkar félag komið á almannaheillaskrá? En almannaheillafélagaskrá? Hver er eiginlega munurinn? Hér má sjá stutta samantekt frá pallborðsumræðum sem fóru fram á Fundi fólksins 17. september síðastliðinn þar sem fjallað var um þær miklu og jákvæðu breytingar sem gengu í gildi á síðasta ári á lögum og skattareglum sem snerta almannaheillasamtök. Nánari upplýsingar um breytingarnar og skráningu félaga á… Sjá meira →

Upptökur frá tveimur viðburðum Almannaheilla á Fundi fólksins

Hér að neðan má sjá upptökur frá tveimur viðburðum Almannaheilla sem fóru fram á Fundi fólksins 17. september síðastliðinn. Annars vegar er um að ræða kynningu þar sem fjallað var um WELFARE-verkefnið, sem snýst um að byggja upp þverfaglegan vettvang, þjálfun og stuðning við samfélagsfrumkvöðla, og hins vegar pallborðsumræður þar sem farið var yfir hvernig til hefur tekist við innleiðingu… Sjá meira →

Svona skráir maður félag/stofnun á Almannaheillaskrá

Öll félög sem vilja nýta sér ávinning af lögum 32/2021 á þessu ári verða að skrá sig á Almannaheillaskrá fyrir áramót. Skilyrði fyrir frádrætti hjá gefendum er að móttakandi sé skráður á almannaheillaskrá á því tímamarki sem gjöf er afhent eða framlag veitt og gildir frádráttarheimildin um framlög sem berast frá og með þeim degi sem sótt var um skráningu… Sjá meira →

Opnað hefur verið fyrir skráningu á Almannaheillaskrá

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um skráningu í Almannaheillaskrá Skattsins samanber tilkynning frá 22. nóvember. Skráningin er ætluð óhagnaðardrifnum félögum, sjóðum og stofnunum sem hafa með höndum óhagnaðardrifna starfsemi til almannaheilla.  Gjafir og framlög til slíkra lögaðila skapa frádráttarheimild hjá gefendum. Listi yfir viðurkennda lögaðila hvers árs verður birtur á heimasíðu Skattsins. Umsókn um skráningu á almannaheillaskrá er rafræn í… Sjá meira →

Skilyrði fyrir skráningu á Almannaheillaskrá

1. nóvember 2021 var heimilaður frádráttur frá skattskyldum tekjum vegna gjafa og framlaga til lögaðila, sem uppfylla tiltekin skilyrði og eru skráð í almannaheillaskrá sem Skatturinn heldur. Sjá einnig umfjöllun á vefsíðu skattsins um Almannaheillaskrá samanber lög nr. 32/2021. Meðal þeirra skilyrða sem lögaðilar þurfa að uppfylla til þess að gjafir eða framlög til þeirra skapi frádráttarrétt hjá gefanda er… Sjá meira →

Nýtt lagaumhverfi og hvað svo?

Hér er linkur á upptöku frá Fundi fólksins á kynningu Ómars H. Kristmundssonar prófessors á nýju laga- og starfsumhverfi almannaheillasamtaka sem tók gildi 1. nóvember síðastliðinn. Ómar fjallar meðal annars um hvernig breytingarnar fela í sér aukna hvatning til fyrirtækja og einstaklinga til þess að styðja við almannaheillastarfsemi. Sjá meira →

Almannaheillasamtök bíða eftir útfærslum á lögum sem gengin eru í gildi og breyta verulega starfsumhverfi samtakanna

Þann 1. nóvember sl. urðu merkileg þáttaskil í þróun starfsumhverfis samtaka sem vinna að almannaheill á Íslandi. Þá gengu í gildu ný lög um félög til almannaheilla og jafnframt nýjar og að mörgu leyti gjörbreyttar reglur um skattgreiðslur þessara samtaka og skattalega hvata til að fyrirtæki og einstaklingar styði slíka almannaheillastarfsemi í ríkari mæli en áður. Vonir standa til að… Sjá meira →