Fyrirlestur Prof.Helmuts K. Anheier var haldinn í Háskóla Íslands í dag, föstudaginn 5. desember . Mikill fjöldi sótti fyrirlesturinn sem haldinn var í tilefni af útkomu bókarinnarStjórnun og rekstur félagasamtakanna. Höfundar bókarinnar eru alls um 30, en ritstjórar voru þau dr. Ómar H. Kristmundsson, dósent í stjórnmálafræði og dr. Steinunn Hrafnsdóttir, dósent í félagsráðgjöf. Háskóli Íslands stóð að fyrirlestrinum í samstarfi við Almannaheill, Rannsóknasetur um… Sjá meira →
Hvernig bregðast almannaheillasamtök við breyttu samfélagi?
Hvernig bregðast íslensk almannaheillasamtök við afleiðingum fjármálakreppunnar? Á hvern hátt ættu þau að breyta forgangsröðun verkefna sinna? Hvernig förum við að því að styrkja þessi samtök til að takast á við krefjandi aðstæður? Hvar fáum við liðsinni? Samtökin almannaheill boða til samstöðufundar að Hallveigarstöðum Túngötu 14, Reykjavík fimmtudaginn 6.nóvember kl. 09.00 – 12.15 um breytt hlutverk almannaheillasamtaka á erfiðum tímum i samfélaginu.… Sjá meira →
Ályktun frá Samtökunum almannaheill
“Samtökin almannaheill vilja, í ljósi atburða síðustu daga, minna á það mikilvæga hlutverk sem íslensk almannaheillasamtök gegna í glímu við erfið áföll sem samfélag okkar verður fyrir. Samtökin almannaheill hvetja nú öll íslensk almannaheillasamtök, á hvaða sviði þjóðlífsins sem þau starfa, til að leggja sig fram nú sem endranær við að liðsinna fólki sem glímir við vandamál vegna þeirrar fjármálakreppu… Sjá meira →
Ályktun frá Samtökunum almannaheill
“Samtökin almannaheill vilja, í ljósi atburða síðustu daga, minna á það mikilvæga hlutverk sem íslensk almannaheillasamtök gegna í glímu við erfið áföll sem samfélag okkar verður fyrir. Samtökin almannaheill hvetja nú öll íslensk almannaheillasamtök, á hvaða sviði þjóðlífsins sem þau starfa, til að leggja sig fram nú sem endranær við að liðsinna fólki sem glímir við vandamál vegna þeirrar fjármálakreppu… Sjá meira →
Tímamót – stofnun heildarsamtaka um Almannaheill
Samtökin almannaheill Þann 26. júní 2008 voru stofnuð Samtökin almannaheill sem er samstarfsvettvangur félaga og sjálfseignarstofnana sem vinna að almannaheill á Íslandi. Samtökunum er ætlað að vinna að sameiginlegum hagsmunamálum fyrir almannaheillasamtök og sjálfseignarstofnanir sem starfa í almannaþágu, skapa þessum aðilum hagfellt starfsumhverfi, styrkja ímynd þeirra og efla stöðu þeirra í samfélaginu. Ennfremur að vera málsvari þeirra gagnvart opinberum aðilum… Sjá meira →