Framkvæmdastjórn Evrópusambands Ólympíunefnda sæmdi um síðustu helgi Stefán Konráðsson fyrrverandi framkvæmdastjóra Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sérstakri heiðursviðurkenningu, Laurel – lárviðarsveig EOC. Viðurkenninguna fékk Stefán fyrir frábær störf í þágu íslenskra íþrótta og ólympíugilda og fyrir að stuðla að samvinnu Evrópskra Ólympíunefnda. Afhendingin fór fram í Lissabon í Portúgal. Stefán Konráðsson var í forystusveit íslenskrar íþróttahreyfingar í 18 ár. Hann stóð fyrir mikilli… Sjá meira →
Fullt var út úr dyrum í málstofu um þriðja geirann a tímum endurreisnar
Málstofan, sem haldin var á vegum félagsráðgjafardeildar og stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands og Almannaheilla var mjög vel sótt og var gerður góður rómur að máli frummælenda. Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra ávarpaði fundinn og kynnti m.a. fyrirhugaðan stefnumótunarfund sem heilbrigðisráðuneytið mun standa fyrir á komandi ári. Dr. Steinunn Hrafnsdóttir, dósent við félagsráðgjafardeild HÍ fjallaði um áhrif efnahagskreppu á frjáls félagasamtök og kynnti niðurstöður rannsóknar… Sjá meira →
Hádegismálsstofa; Þriðji geirinn á tímum endurreisnar
Opin hádegismálstofa, allir velkomnir: Þriðji geirinn á tímum endurreisnar: Lýðræði, félagsauður, betra velferðarkerfi og nýsköpun þess? Föstudaginn 27. nóvember kl. 12-13.15 Háskólatorg 101 Skráning: http://www.stjornsyslustofnun.hi.is/page/thridjigeirinn Innan þriðja geirans á Íslandi starfa fjölmörg frjáls félagasamtök og sjálfseignarstofnanir. Þau sinna mikilvægri velferðarþjónustu, berjast fyrir málstað ólíkra hópa samfélagsins og stuðla að lýðræðislegri umræðu. Í opinberri umræðu um endurreisn íslensks samfélags í kjölfar… Sjá meira →
Almannaheill ályktar
Almannaheillasamtök eru eðlilegir bandamenn hins opinbera. Íslensk almannaheillasamtök hafa ekki látið sitt eftir liggja í glímunni við afleiðingar efnahagskreppu þjóðarinnar. Þau hafa létt undir með einstaklingum og hópum sem orðið hafa fyrir barðinu á fylgifiskum kreppunnar með ýmsum hætti, t.d. vinnu sjálfboðaliða og fjárhagslegum stuðningi, sem oftast er fenginn beint frá almenningi. Þau hafa einnig skapað ný úrræði, hlaupið undir… Sjá meira →
Gunnar E. Kvaran fjallar um almannatengsl
Gunnar E. Kvaran frá almannatengslafyrirtækinu Athygli kom á fund Almannaheilla í gær og ræddi um leiðir og aðferðir almannaheillasamtaka til að nálgast og ná athygli fjölmiðla. Fulltrúm allra aðildarsamtaka Almannaheilla var boðið að sækja fundinn og var gerður góður rómur að máli Gunnars. Sjá meira →
Fyrirlestur um lagaumhverfi félagasamtaka
Landssamband æskulýðsfélaga mun standa fyrir stuttum fyrirlestri um lagaumhverfi félagasamtaka mánudaginn 5. október nk. kl. 17:00. Fyrirlesari er Áslaug Björgvinsdóttir lögfræðingur og lektor við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Fyrirlesturinn fer fram í kjallara Hins Hússins.f Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Sjá meira →
Samningur við Opna háskólann
Stjórnum og starfsfólki aðildarsamtaka Almannaheilla býðst 20% afsláttur af öllum námskeiðum Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík. Vinsamlegast tilgreinið við skráningu aðild að Almannaheillum. Afslátturinn er veittur sem stuðningur við það mikilvæga starf sem samtökin sinna í samfélaginu. Smellið hér til að kynna ykkur næstu námskeið Opna háskólans Sjá meira →
AÐALFUNDUR ALMANNAHEILLA Dagsetning: 19.5.2009 – Staðsetning: Skógarhlíð 8, Reykjavík
Samtökin almannaheill halda aðalfund sinn þriðjudaginn 19. maí nk. kl. 15.00 í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík. Fundað verður á fyrstu hæð í húsnæði Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins. Sjá meira →
Tímamót – Sérstakir samningar Vinnumálastofnunar
Skv. 10. gr. reglugerðar 12/2009 er Vinnumálastofnun heimilt að gera samning við frjáls félagasamtök um að atvinnuleitandi taki þátt í sjálfboðaliðastarfi. Samningseyðublað um sjálfboðaliðastarf Vinnumálastofnun er heimilt að gera sérstakan samning við frjáls félagasamtök um að atvinnuleitandi taki þátt í sjálfboðaliðastarfi enda um að ræða vinnumarkaðsúrræði skv. b-lið 12. gr. laga um vinnumarkaðsaðgerðir. Vinnumálastofnun, frjálsu félagasamtökin og atvinnuleitandi skulu undirrita… Sjá meira →
bjartsyni.is
bjartsyni.is Um vefinn Markmiðið með þessum vef er að koma á framfæri jákvæðum sögum, hugmyndum og ábendingum úr íslensku atvinnulífi. Í þeim fjárhagslegu erfiðleikum sem nú steðja að þjóðinni er mikilvægt að gleyma ekki því sem gengur vel, enda getur góður árangur eins orðið öðrum hvatning eða fyrirmynd. Eftirtaldir aðilar, fyrirtæki, einstaklingar og stofnanir, hafa lagt verkefninu lið: 3X Technology… Sjá meira →