Sjálfboðaliðastörf

Sjálfboðaliðar vinna óeigingjarnt og ómetanlegt starf í þágu samfélagsins nær og fjær. Flest frjáls félagasamtök nýta sjálfboðaliða að einhverju leiti og mörg þeirra byggjast að mestu eða öllu leiti á framlagi þeirra. Áætlað er að um 40% landsmanna taki þátt í einhvers konar sjálfboðastarfi á öllum stigum samfélagsins. Sjálfboðaliðarnir eiga það sameiginlegt að veita fjölþætta samfélagslega þjónustu og berjast fyrir samfélagslegum úrbótum.

Margir sjálboðaliðar lýsa því hvernig þáttaka í sjálfboðaliðastarfi hafi veitt þeim aukið sjálfstraust þeirra, félagshæfni, auk ánægjunnar af félagsskap og félagsstarfi almennt. Samfélagslega séð sýni þeir virkni með því að ljá rödd sína, hjálpa fólki og vinna að umbótum og sjálfboðaliðastarfið veiti þeim aukna innsýn í samfélagið og málefnin sem starfið lýtur að. Samkennd, réttlætistilfinning, hjálpsemi og ábyrgð eru meðal þeirra gilda sem helst ráða því að fólk kýs að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi.

Á vefnum Áttavitanum má svo finna ýmsar gagnlegar upplýsingar um sjálfboðaliðastörf innanlands og sjálfboðaliðastörf erlendis.

Almannaheill hefur safnað saman ýmsum fróðleik um sjálfboðaliðastörf:

Skildu eftir svar