Hverju skipta sjálfboðaliðar fyrir íslensk félagasamtök?

Rannsókn Ómars H. Kristmundssonar, prófessors við Háskóla Íslands og Steinunnar Hrafnsdóttur, dósents við Háskóla Íslands. Fram kemur að áhugi fólks til að leggja góðu málefni lið án fjárhagslegs endurgjalds hefur ekki minnkað, en að hjá flestum frjálsum félagasamtökum sé hlutverk sjálfboðaliða fremur afmarkað við stjórnarsetu og tímabundin átaksverkefni, svo sem fjáraflanir. Þáttaka fer einnig eftir stærð og meginhlutverki tiltekins félags. Framlag sjálfboðaliða minnkar eftir því sem starfsfólk er fleira og vægið er meira hjá meðlimamiðuðum félögum og baráttusamtökum en félögum í þjónustustarfsemi. Því er velt upp spurningum um hversu vel hefðbundið félagsform mæti þörfum samfélagsins fyrir sjálfboðastörf. Greinin birtist í tímaritinu Stjórnmál & stjórnsýsla árið 2013.

http://www.irpa.is/article/view/1230/pdf_298

Skildu eftir svar