Tímamót – Sérstakir samningar Vinnumálastofnunar

Skv. 10. gr. reglugerðar 12/2009 er Vinnumálastofnun heimilt að gera samning við frjáls félagasamtök um að atvinnuleitandi taki þátt í sjálfboðaliðastarfi.

Samningseyðublað um sjálfboðaliðastarf

Vinnumálastofnun er heimilt að gera sérstakan samning við frjáls félagasamtök um að atvinnuleitandi taki þátt í sjálfboðaliðastarfi enda um að ræða vinnumarkaðsúrræði skv. b-lið 12. gr. laga um vinnumarkaðsaðgerðir. Vinnumálastofnun, frjálsu félagasamtökin og atvinnuleitandi skulu undirrita samninginn um samþykki sitt. Með undirritun sinni samþykkir atvinnuleitandinn að taka þátt í sjálfboðaliðastarfi sem hann hefur valið sér en samhliða starfi sínu sem sjálfboðaliði skal hann vera í virkri atvinnuleit skv. 14. gr. laga um atvinnuleysistryggingar. Vinnumálastofnun greiðir atvinnuleitanda á sama tíma atvinnuleysisbætur sem hann á rétt til á grundvelli laga um atvinnuleysistryggingar og skulu frjálsu félagasamtökin sjá til þess að atvinnuleitandi sé slysatryggður við sjálfboðaliðastarfið.

Frjálsu félagasamtökin sem gera sjálfboðaliðastarfssamning skv. 1. mgr. skulu tilnefna sérstakan tengilið við ráðgjafa Vinnumálastofnunar og skulu þeir vera í reglulegum samskiptum á gildistíma samningsins til að meta framvindu hans. Atvinnuleitandi skal jafnframt vera í reglulegum samskiptum við ráðgjafa Vinnumálastofnunar. Sá tími sem þátttaka í sjálfboðaliðastarfi skv. 1. mgr. stendur yfir telst ekki til ávinnslutímabils skv. 15. eða 19. gr. laga um atvinnuleysistryggingar, sbr. einnig e-lið 1. mgr. 13. gr. og e-lið 1. mgr. 18. gr. laganna.

Skildu eftir svar