Stjórnarfundur 5. desember 2014

Fundargerð stjórnar Almannaheilla, 5. desember 2013

Mætt voru: Ólafur Proppé, Bryndís Torfadóttir, Jóna Fanney Friðriksdóttir, Ragnhildur Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Jón Pálsson.

Fundarefni – dagskrá:

1.    Setning fundar.

2.    Staða vinnu við samningu lagafrumvarps.
Ólafur greindi frá því að málið væri komið í vinnslu inn til ráðuneytisins og væri þess að vænta að
lagafrumvarp færi brátt að líta dagsins ljós.  Almannaheill fá það væntanleg til umsagnar, sem einn
af fyrstu umsagnaraðilum.  Rætt um að senda félögunum upplýsingar um að þetta sé í vændum og
undirbúa almennan félagsfund þegar frumvarpið er komið í hús.

3.    Átak til að fjölga aðildarfélögum Almannaheilla.

Send voru bréf til 10 stórra félgasamtaka, sem voru á lista yfir markhóp um fjölgun.  Þar sem þau
voru hvött til þess að kynna sér starfsemina.  Barnaheill hafa þegar ákveðið að sækja um, önnur
félög hafa flest sýnt áhuga á að funda með Ólafi og kynna sér starfið.  Stjórnarmenn lýstu yfir
ánægju með svörun.

4.   Könnun meðal aðildarfélaga.
Farið yfir niðurstöðuna.  Rætt um að fara betur í gegnum þegar Ketill er viðstaddur.


5.  Verkefni og/eða viðburðir á vegum Almannaheilla á yfirstandandi vetri.
Stefnt að fundi aðildarfélaganna í febrúar, þar sem lagafrumvarpið verði meginefni, en etv. megi ræða önnur mál er varða sameiginlega hagsmuni aðildarfélaga.  Rætt um hlutverk Almannaheilla og samræmingu á ýmsum verkefnum, fjáröflunum ofl.  Upplagt að taka umræðu um þetta

6.  Vefsíða Almannaheilla.
Jóna Fanney hefur kynnt sér heimasíðuna, formið, útlitið og efnið.  Er tilbúin að taka að sér að halda

utan um síðuna.  Er með ákveðnar hugmyndir um að gera hana líflega, koma Samtökum þriðja
geirans inn.  Jóna tekur að sér að kanna umfang og kostnað við að lagfæra síðuna, finna
myndböndin, sem til eru og koma þeim á framfæri á vefnum.

7.  Fundur með Erlu Þrándardóttur í byrjun janúar.
Ólafur og Jóna Fanney finna tíma með henni.  Ath. með 3. janúar, kl 15:00, UMFÍ.

8.  Önnur mál.
Engin önnur mál rædd.

Næsti fundur verði sameinaður fundinum með Erlu, að óbreyttu föstudaginn 3. janúar 2014.

Skildu eftir svar