Stjórnarfundur 3. janúar 2014

Fundur stjórnar Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, haldinn fimmtudaginn 3. janúar, 2014, kl. 15.00, að Sigtúni 42,  Reykjavík.

Mætt: Ólafur Proppé, Bryndís Torfadóttir, Jóna Fanney Friðriksdóttir, Ketill Magnússon, Ragnheiður Haraldsdóttir og Jónas Guðmundsson, sem ritaði fundargerð.

Gestur fundarins:  Dr. Erla Þrándardóttir

Þetta var gert:

1.  Fundargerð
Afgreiðslu fundargerðar frá 5. desember s.l. var frestað.

2.  Þriðji geirinn á Bretlandi

Á fundinn kom dr. Erla Þrándardóttir, sem lokið hefur doktorsprófi í þriðjageirafræðum frá University of Manchester, til að ræða skipulag þriðja geirans í Bretlandi og opinberan stuðningi við félagasamtök þar í landi.

Sérstaklega ræddi hún um the Charity Commission, samstarfsvettvang opinberra aðila og frjálsra félagasamtaka (nefnd nongovernmental organizations í Bretlandi) .

Til greina kemur að Erla haldi fyrirlestur á vegum Almannaheilla síðar í vor.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16.40.

Skildu eftir svar