Stefán Konráðsson hlaut Laurel heiðursviðurkenningu

framkvæmdastjóri Getspár -Getrauna og stjórnarformaður Víkingalottósins á Norðurlöndum

Framkvæmdastjórn Evrópusambands Ólympíunefnda sæmdi um síðustu helgi Stefán Konráðsson fyrrverandi framkvæmdastjóra Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sérstakri heiðursviðurkenningu, Laurel – lárviðarsveig EOC.

Viðurkenninguna fékk Stefán fyrir frábær störf í þágu íslenskra íþrótta og ólympíugilda og fyrir að stuðla að samvinnu Evrópskra Ólympíunefnda. Afhendingin fór fram í Lissabon í Portúgal.

Stefán Konráðsson var í forystusveit íslenskrar íþróttahreyfingar í 18 ár. Hann stóð fyrir mikilli endurskipulagningu á starfi ÍSÍ og innleiddi sem framkvæmdastjóri meðal annars sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands í ný heildarsamtök íþrótta á Íslandi.
Stefán er nú framkvæmdastjóri Getspár -Getrauna og stjórnarformaður Víkingalottósins á Norðurlöndum

.
Ungmennafélag Íslands óskar Stefáni innilega til hamingju með þessa verðugu viðurkenningu.

Tekið af heimasíðu UMFÍ

Skildu eftir svar