Stefán Konráðsson hlaut Laurel heiðursviðurkenningu

framkvæmdastjóri Getspár -Getrauna og stjórnarformaður Víkingalottósins á Norðurlöndum

Framkvæmdastjórn Evrópusambands Ólympíunefnda sæmdi um síðustu helgi Stefán Konráðsson fyrrverandi framkvæmdastjóra Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sérstakri heiðursviðurkenningu, Laurel – lárviðarsveig EOC.

Viðurkenninguna fékk Stefán fyrir frábær störf í þágu íslenskra íþrótta og ólympíugilda og fyrir að stuðla að samvinnu Evrópskra Ólympíunefnda. Afhendingin fór fram í Lissabon í Portúgal.

Stefán Konráðsson var í forystusveit íslenskrar íþróttahreyfingar í 18 ár. Hann stóð fyrir mikilli endurskipulagningu á starfi ÍSÍ og innleiddi sem framkvæmdastjóri meðal annars sameiningu Íþróttasambands Íslands og Ólympíunefndar Íslands í ný heildarsamtök íþrótta á Íslandi.
Stefán er nú framkvæmdastjóri Getspár -Getrauna og stjórnarformaður Víkingalottósins á Norðurlöndum

.
Ungmennafélag Íslands óskar Stefáni innilega til hamingju með þessa verðugu viðurkenningu.

Tekið af heimasíðu UMFÍ

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.