Fullt var út úr dyrum í málstofu um þriðja geirann a tímum endurreisnar

Málstofan, sem haldin var á vegum félagsráðgjafardeildar og stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands og Almannaheilla var mjög vel sótt og var gerður góður rómur að máli frummælenda.

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra ávarpaði fundinn og kynnti m.a. fyrirhugaðan stefnumótunarfund sem heilbrigðisráðuneytið mun standa fyrir á komandi ári. Dr. Steinunn Hrafnsdóttir, dósent við félagsráðgjafardeild HÍ fjallaði um áhrif efnahagskreppu á frjáls félagasamtök og kynnti niðurstöður rannsóknar sem unnið er að við HÍ. Dr. Ómar H. Kristmundsson, dósent við stjórnmálafræðideild HÍ flutti erindi um hlutverk þriðja geirans í endurreisn samfélagsins og hvernig  hann getur stuðlað að samfélagslegri uppbyggingu,  hvers konar samstarf sé vænlegt til árangurs og hver séu vandamál við hugsanlega aukið hlutverk félagasamtaka í samfélagsuppbyggingu. Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands og formaður Almannaheilla, stýrði fundinum og þeim fjörugu umræðum sem spunnust í lok fundar.

Skildu eftir svar