Með breytingum á skattalögum og setningu laga um félög til almannaheilla seint á síðasta ári voru opnaðar tvær skrár fyrir almannaheillasamtök: Almannaheillaskrá – yfir þau samtök sem njóta sérstakra skattalegra ívilnana. Almannaheillafélagaskrá – yfir þau félög sem skráð eru undir lög um félög til almannaheilla frá 2021. Sjá meira →
Fólk í Úkraínu treystir á þig
Mörg af félagasamtökum Almannaheilla hafa brugðist við neyðinni í Úkraínu og komu flóttafólks til Íslands með ýmsum hætti. Öryrkjabandalag Íslands og Þroskahjálp, ásamt samtökunum Tabú og Átaki, hafa hafið söfnun fyrir fatlað fólk í Úkraínu. Samtökin afhentu utanríkisráðherra áskorun vegna fatlaðs fólks í Úkraínu og sendu jafnframt frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem skorað var á stjórnvöld að grípa tafarlaust… Sjá meira →
Félög til almannaheill hádegisfyrirlestur
Um 30 manns sóttu hádegisfyrirlestur með Áslaugu Björgvinsdóttur sem haldin var 3. mars síðastliðinn, í Odda og á Zoom. Fyrir þá sem ekki komust á fundinn má hér finna upptöku af fundinum af Zoom, sjá einnig glærur hér fyrir neðan. Hægt er að hafa samband við Áslaugu með tölvupósti með fyrirspurnir í netfangið aslaug@logman.is: Sjá meira →
Frjáls félagasamtök skipta sköpum fyrir þróun samfélagsins
Félagasamtök snerta með einum eða öðrum hætti líf flestra í landinu –annað hvort í gegnum beina þátttöku eða með því að njóta góðs af starfi þeirra. Félagasamtök hafa tekið tekið að sér mikilvæg hlutverk í þjónustu við almenning og sérstaklega ákveðna þjóðfélagshópa. Þau glíma ekki síður við að leysa ný samfélagsleg vandamál; þau eru í sjálfu sér farvegur fyrir hugðarefni,… Sjá meira →
Hugsað í heimsmarkmiðum
Vinnustofa um heimsmarkmiðin miðvikudaginn 2. mars kl. 08:15-11:15 í sal Allsherjarþings í Miðstöð Sameinuðu þjóðanna, Laugavegi 77 (4.hæð) 101 Reykjavík Vinnustofa Almannaheilla og ´Félags sameinuðu þjóðanna fyrir fulltrúa hjá frjálsum félagasamtökum til þess að byrja að kortleggja verkefni sín, tengja við og innleiða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í starfsemi sinni. Markmiðið með vinnustofunni er að þátttakendur nái dýpri þekkingu á þeim… Sjá meira →
Öllum til heilla samtal um samfélagslistir
Vekjum athygli á viðburðaröðinni “ÖLLUM TIL HEILLA samtal um samfélagslistir” sem Reykjavíkurkademían, Öryrkjabandalag Íslands, Listahátíð í Reykjavík, Listaháskóla Íslands, Borgarleikhúsið, Reykjavíkurborg og List án landamæra, standa fyrir vorið 2022. Fyrsti viðburðurinn af fimm “HVAÐ ERU SAMFÉLAGSLISTIR?” fer fram miðvikudaginn 16. febrúar kl. 15-17 á Stóra sviði Borgarleikhússins og í beinni útsendingu í streymi. Vegna samgöngutakmarkana þarf að skrá þátttöku á upphafsviðburðinn… Sjá meira →
Félög til almannaheilla, fimmtudaginn 3. mars kl. 12
Hádegisfundi Almannaheilla og Vaxandi með Áslaugu Björgvinsdóttur lögmanni og sérfræðingi í félagarétti sem átti að vera fimmtudaginn 10. febrúar kl. 12 er frestað til fimmtudagsins 3. mars kl. 12:00. Málstofan er opin öllum og fer fram í Háskóla Íslands, Oddi stofa 206, og í gegnum Zoom. Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá sig hér. Áslaug fjallar um nýja almannaheillafélagsformið… Sjá meira →
Gagnaskil 20. janúar
Þau félög sem hafa fengið samþykki fyrir skráningu á Almannaheillaskrá þurfa að skila inn upplýsingum, rafrænt eigi síðar en 20. janúar, um móttöku styrkja fyrir nóvember og desembermánuð. Eingöngu um að ræða móttekna styrki án gagngjalds til styrkveitanda þ.e. ekki er heimilt að skrá félagsgjöld, greiðslur fyrir happdrættismiða, auglýsingar o.s.frv. Skila þarf upplýsingum rafrænt í gegnum gagnaskil á þjónustusíðunni www.skattur.is.… Sjá meira →
Skil á upplýsingum um gjafir og framlög 2021 fyrir 20. janúar
Minnum félög sem skráðu sig á Almannaheillaskrá á síðasta ári að skilfrestur á upplýsingum um gjafir og framlög er til 20. janúar næstkomandi vegna framlaga og gjafa sem bárust frá 1. nóvember til 31. desember. Form vegna þessara skila verður aðgengilegt í vefskilum Skattsins innan skamms. Sjá frekari upplýsingar hjá Ríkisskattstjóra. Að öllu jöfnu skal móttakandi vera skráður á almannaheillaskrá… Sjá meira →
Fræðslufundi um heimsmarkmiðin frestað til 3. febrúar
Fræðslufundur um heimsmarkmiðin sem átti að vera 27. janúar er frestað til fimmtudagsins 3. febrúar 2022. Að fundinum standa Almannaheill og Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig hér. Vala Karen Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna mun halda stutta kynningu um heimsmarkmiðin og ávinning félagasamtaka að taka þau upp og samþætta í daglega starfsemi sína.… Sjá meira →