Gagnaskil 20. janúar

Þau félög sem hafa fengið samþykki fyrir skráningu á Almannaheillaskrá þurfa að skila inn upplýsingum, rafrænt eigi síðar en 20. janúar, um móttöku styrkja fyrir nóvember og desembermánuð. Eingöngu um að ræða móttekna styrki án gagngjalds til styrkveitanda þ.e. ekki er heimilt að skrá félagsgjöld, greiðslur fyrir happdrættismiða, auglýsingar o.s.frv.

Skila þarf upplýsingum rafrænt í gegnum gagnaskil á þjónustusíðunni www.skattur.is. Tvær leiðir eru í boði, handskráning einstakra styrktaraðila og með því að senda inn XML skrá með upplýsingum um styrktaraðila.

a) Handskráning einstakra styrktaraðila: Eftir innskráningu er aðgerðin „Vefskil“ valin og því „Skrá upplýsingar“ Eingöngu félög sem samþykkt hafa verið inn á almannaheillaskrá Skattsins fá upp valmöguleika (“Almannaheillafélög”) í fellilistanum yfir tegund miða.

b) Senda inn XML skrá með upplýsingum um styrktaraðila: Ef um mikið magn upplýsinga er að ræða er hægt að senda skrá á sérstöku sniðmáti (XML) með með upplýsingum um styrkveitendur. Eftir innskráningu er aðgerðin „Vefskil“ valin og því „Lesa inn XML skrá“. Sjá auglýsingu varðandi rafræn gagnaskil með XML skrá. Liður 15 í auglýsingunni varðar gagnaskil fyrir almannaheillafélög. Tengiliður skattsins vegna rafrænna skila er gagnaskil@skattur.is og sími 442 1000 og linkur á upplýsingar um rafræn skil og lýsing á uppbyggingu XML skjala ásamt dæmum og högun vefþjónustu sem tekur við upplýsingum úr kerfum sendenda.

Sjá einnig kafla um almannaheillafélög undir gagnaskil þ.e. skýringatexti og lýsingar vegna gagnaskilakerfisins, sjá mynd.