,Mín köllun er að hjálpa og reyna að láta gott af mér leiða’ – Sýn ungmenna á sjálfboðaliðastarf sitt

Rannsókn og Ragnýar Þóru Guðjohnssen og Sigrúnar Aðalbjarnadóttur, menntavísindasviði Háskóla Íslands, frá 2011 á sýn ungmenna á sjálfboðaliðastarf sitt. Helstu niðurstöður voru að ungmennin tengdu markmiðin annars vegar persónulegum ávinningi; til dæmis sjálfstrausti, félagshæfni og félagskap og hins vegar samfélagslegum ávinningi; að sína virkni með því að ljá rödd sína, hjálpa fólki og vinna að umbótum. Gildin sem réðu mestu voru meðal annars réttlæti, samkennd, hjálpsemi og ábyrgð. Ungmennin sem rætt var við hugðust öll taka áfram þátt í sjálfboðaliðastarfi á lífsleiðinni. Greinin birtist í 2. hefti 20. árgangs Uppeldis og menntunar árið 2011, bls. 95-114.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=356913&pageId=5690966&lang=is&q=sj%E1lfbo%F0ast%F6rf

Skildu eftir svar