Mikilvægi heildarlöggjafar um starfsemi frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana Dagsetning: 14.2.2011

Almannaheill og Fræðasetur þriðja geirans í samvinnu við velferðarráðuneytið efna til hádegismálstofu

Mikilvægi heildarlöggjafar um starfsemi frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana

Hádegismálstofa verður haldin í Háskóla Íslands, Lögbergi, stofu 101, þann 14. febrúar nk.  kl. 12:00-13:15.

Almannaheill og Fræðasetur þriðja geirans í samvinnu við velferðarráðuneytið efna til málstofu um heildarlöggjöf um starfsemi almannaheillasamtaka. Lagaleg skilgreining slíkra samtaka gæti gefið þeim skýrari réttarstöðu og rekstrarumhverfi.  Málstofan er haldin í framhaldi af útgáfu skýrslu um mat á mikilvægi heildarlöggjafar um starfsemi frjálsra félagasamtaka og sjálfseignastofnana sem nefnd á vegum félags- og tryggingamálaráðherra skipaði þann 8.apríl 2009.

Dagskrá

12:00     Setning málstofu – Dr. Steinunn Hrafnsdóttir, dósent við Félagsráðgjafadeild HÍ.

12:05     Ávarp – Guðbjartur Hannesson, ráðherra velferðarráðuneytis

12:15     Fræðasetur þriðja geirans – Dr. Ómar H. Kristmundsson, prófessor við Stjórnmálafræðideild HÍ

12:35     Almannaheill , samtök þriðja geirans – Eva Þengilsdóttir MPA

12:45     Umræður

13:15     Málstofu slitið

Fundarstjóri verður  Guðrún Agnarsdóttir, formaður Almannaheilla

Áhugasamir eru vinsamlega beðnir um að skrá þátttöku sína hér að neðan:

http://stofnanir.hi.is/thridjigeirinn/malstofa_14_februar_um_heildarloggjof

Skildu eftir svar