Matarúthlutanir: Núverandi staða og framtíðarfyrirkomulag. Dagsetning: 21.1.2011. Staðsetning: Ráðstefnusal Radisson SAS(Hótel Sögu) v/ Hagatorg, Reykjavík, í ráðstefnusal Harvard-1.

Fræðasetur þriðja geirans og Almannaheill efna til hádegismálstofu um:

Matarúthlutanir: Núverandi staða og framtíðarfyrirkomulag.

Hádegismálstofa verður haldin föstudaginn 21. janúar kl. 12.00 til 13.30.í ráðstefnusal Radisson SAS(Hótel Sögu) v/ Hagatorg, Reykjavík, í ráðstefnusal Harvard-1.

Þúsundir einstaklinga og fjölskyldna fengu úthlutað mat í desember síðastliðnum. Sjaldan eða aldrei hafa jafnmargir leitað eftir aðstoð af þessu tagi. Vegna umfangsins hafa myndast langar biðraðir þar sem fólk þarf klukkustundunum saman að bíða eftir að fá aðstoð. Talið er að hvergi annarsstaðar á Norðurlöndum þekkist að fólk standi í löngum biðröðum til að fá matvæli í poka. Talsverð opinber umræða hefur verið um þörfina á aðstoð þessari, hverjir það eru sem leita eftir henni, fyrirkomulag hennar og hvort hún sé vísbending um alvarlega bresti í íslenska velferðarkerfinu. Af þessu tilefni efnir Fræðasetur þriðja geirans við Háskóla Íslands og Almannaheill – samtök þriðja geirans til hádegismálstofu. Alls munu fimm framsögumenn taka til máls en að því loknu verða pallborðsumræður.

Framsögumenn og dagskrá eru sem hér segir.

12.00: Setning málstofu.

12.05: Hver er staðan? Könnun á matarúthlutunum hjálparsamtaka: Guðbjörg Andrea Jónsdóttir kynnir helstu niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla sem gerð var meðal skjólstæðinga tengdra hjálparsamtaka , af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands.

12.15 Hvað er til ráða? Stuttar framsögur um mat hjálparstofnana á fyrirkomulagi matarúthlutana og framtíðarsýn. Ásgerður Jóna Flosadóttir, Fjölskylduhjálp Íslands. Ragnhildur Guðmundsdóttir, Mæðrastyrksnefnd. Heiðar Guðnason, Samhjálp. Vilborg Oddsdóttir, Hjálparstarfi Kirkjunnar.

12.55: Pallborðsumræður með þátttöku framsögumanna.

13.30 Málstofu slitið.

Fundarstjóri verður Guðrún Agnarsdóttir, formaður Almannaheilla.

Áhugasamir geta skráð sig til þátttöku með því að smella á tengilinn hér að neðan. http://stofnanir.hi.is/thridjigeirinn/hadegismalstofa_21_januar_2011

Bestu kveðjur,

Fræðasetur þriðja geirans og Almannaheill – samtök þriðja geirans

Skildu eftir svar