Lýsa – framlengdur frestur á styrkumsóknum

Aðildarfélögum Almannaheilla gefst kostur á að sækja um styrk til stjórnar Almannaheilla vegna kostnaðar við þátttöku í Lýsu.

Er styrkurinn bundinn við þau félög sem taka þátt í Lýsu og leggja eitthvað af mörkum til dagskrár fundarins, t.d. kynningu á sinni starfsemi.

Gert er ráð fyrir að 15 styrkir að upphæð kr. 45.000 hver verði til úthlutunar og verði eftirspurnin meiri gangi þau félög fyrir sem eiga erfiðara með að standa undir kostnaði við þátttöku.

Senda skal umsóknir með stuttum rökstuðningi í tölvupósti til formadur@almannaheill.is fyrir kl. 12 á hádegi f. 30. ágúst.