Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka

Athygli er vakin á útkomnum leiðbeiningum Stjórnarráðsins um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sérsniðnar að almannaheillafélögum.

Í skjalinu er farið yfir góða stjórnarhætti sem verja almannaheillafélög gegn misnotkun.

Skjalið má nálgast á vef Stjórnarráðsins og einnig, ásamt öðrum fróðleik, undir Hagnýtt efni hér á vefsíðu Almannaheilla.