Samkomulag um kynningu á heimsmarkmiðunum

Þann 8. nóvember síðastliðinn gerðu verkefnastjórn stjórnvalda um heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, Almannaheill og Félag Sameinuðu þjóðanna (SÞ) á Íslandi með sér samkomulag um kynningu á heimsmarkmiðunum fyrir félagasamtökum.

Samkomulagið felur í sér að staðið verði fyrir a.m.k. 4 fræðslufundum og að Almannaheill miðli upplýsingum á vef sínum og kanni vitun félaga sinna um heimsmarkmiðin í árlegri könnun sem næst fer fram 2022.