Hádegismálsstofa; Þriðji geirinn á tímum endurreisnar

Opin hádegismálstofa, allir velkomnir:  
Þriðji geirinn á tímum endurreisnar: Lýðræði, félagsauður, betra velferðarkerfi og nýsköpun þess?
 
Föstudaginn 27. nóvember kl. 12-13.15 Háskólatorg 101
Skráning: 
http://www.stjornsyslustofnun.hi.is/page/thridjigeirinn

Innan þriðja geirans á Íslandi starfa fjölmörg frjáls félagasamtök og sjálfseignarstofnanir. Þau sinna mikilvægri velferðarþjónustu, berjast fyrir málstað ólíkra hópa samfélagsins og stuðla að lýðræðislegri umræðu. Í opinberri umræðu um endurreisn íslensks samfélags í kjölfar bankahrunsins hefur lítið verið rætt um mikilvægi þriðja geirans í slíkri uppbyggingu og hver áhrif kreppunnar hafa verið á starfsemi hans. Erlendis hefur umræða, bæði meðal lærðra og leikra, verið mikil um þetta viðfangsefni, hvernig félagasamtök í samvinnu við hið opinbera geta treyst stoðir velferðarsamfélagsins, stuðlað að nýsköpun og framþróun í velferðarþjónustu. Á málstofunni verður leitast við að svara eftirfarandi spurningum:  Hver eru áhrif efnahagskreppunnar á þessa starfsemi og hvert á hlutverk þriðja geirans að vera í endurreisn samfélagsins. Kynntar verða nýjar rannsóknaniðurstöður um þetta efni og þær bornar saman við erlendar rannsóknir. Málstofan er haldin á vegum félagsráðgjafardeildar og stjórnmálafræðideildar Háskóla Íslands og Almannaheilla, samtaka þriðja geirans.

12.10-12:30 Dr. Steinunn Hrafnsdóttir, dósent við félagsráðgjafardeild HÍ:Áhrif efnahagskreppu á frjáls félagasamtök. Í fyrirlestrinum verða kynntar nýjar niðurstöður rannsóknar um                                 þetta efni og rætt um hvaða leiðir félagasamtök hafa notað til að bregðast við ríkjandi ástandi.

12.30-12: 50 Dr. Ómar H. Kristmundsson, dósent við stjórnmálafræðideild HÍ:Hvert á hlutverk þriðja geirans að vera í endureisn samfélagsins? Í fyrirlestrinum verður fjallað um hvernig þriðji geirinn getur stuðlað að samfélagslegri uppbyggingu,  hvers konar samstarf sé vænlegt til árangurs og hver séu vandamál við hugsanlega aukið hlutverk félagasamtaka í samfélagsuppbyggingu.
12.50-13.15        Fyrirspurnir og umræður. 
Fundarstjóri: Guðrún Agnarsdóttir, forstjóri Krabbameinsfélags Íslands og formaður Almannaheilla

 

Skildu eftir svar