16) Fundur stjórnar Almannaheilla

16.  fundur stjórnar Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, haldinn fimmtudaginn . 29. október 2009, kl. 8.30, í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Mætt: Guðrún Agnarsdóttir, Björgólfur Thorsteinsson, Einar Haraldsson,  Jónas Þ. Þórisson, Júlíus Aðalsteinsson,  Kristinn H. Einarsson og Eva Þengilsdóttir, sem ritaði fundargerð.

Gestir fundarins voru: Ómar H. Kristmundsson og Steinunn Hrafnsdóttir.

Þetta var gert:

1. Guðrún greindi frá fundi sem hún, Jónas og Eva áttu með Ómari H. Kristmundssyni og Steinunni Hrafnsdóttur hjá Háskóla Íslands. Á fundinum voru ræddir möguleikar á sameiginlegum hádegisfundum og ráðstefnu fyrir þriðja geirann og jafnframt ákveðið að Ómar og Steinunn kæmu á þennan næsta stjórnarfund Almannaheilla til að ræða þetta frekar.

2. Ómar og Steinunn mættu á stjórnarfundinn og greindu frá því að við Háskóla Íslands stæði til að stofna Rannsóknarmiðstöð í málefnum þriðja geirans og lýstu áhuga á samstarfi við Almannaheill þegar af yrði.

3. Rætt var um dagskrá og yfirskrift hádegisfundar, sem ákveðið var að halda í lok nóvember, og verður yfirskriftin ,,Áhrif efnahagskreppunnar á félagasamtök”. Á fundinum munu Steinunn og Ómar m.a. kynna rannsókn sem þau vinna nú að við Háskóla Íslands og ræða niðurstöður þær sem komnar eru. Ákveðið var að fara þess á leit við viðskiptaráðherra að hann ávarpaði fundinn.

Dagskrá fundarins verður á þessa leið:

Ávarp viðskiptaráðherra

Tengsl þriðja geirans við hið opnbera og hlutverk við þær aðstæður sem nú eru uppi í samfélaginu. Dr. Ómar H. Kristmundsson.

Niðurstöður rannsóknar á því hvernig félagasamtök bregðast við í kreppunni. Dr. Steinunn Hrafnsdóttir.

Umræður

Formaður Almannheilla verður fundarstjóri.

4. Rætt var um mögulegar leiðir til að kynna samtökin og áherslumál þeirra fyrir starfsmönnum stjórnarráðsins og almenningi.

5. Næsti stjórnarfundur verður boðaður með fyrirvara.

Fleira ekki gert. Fundi slitið um kl. 10.00.

Skildu eftir svar