Fundur stjórnar Almannaheilla 1. júní, 2015

Fundur stjórnar Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, haldinn mánudaginn 01. júní, 2015, kl. 14.30, á skrifstofu Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð, Reykjavík.

Mætt: Ólafur Proppé, Hildur Helga Gísladóttir, Ketilll Berg Magnússon, Ragnheiður Haraldsdóttir, Steinunn Hrafnsdóttir, Jónas Guðmundsson, Haukur Ingibergsson og Jón Pálsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

  1. Ársreikningur 2014 og fjárhagsáætlun 2015

Gjaldkeri lagði fram ársreikning til áritunar stjórnar ásamt fjárhagsáætlun fyrir 2015. Stjórn samþykkir ársreikning, áritar hann og staðfestir að leggja fjárhagsáætlun fyrir aðalfund.

  1. Dagskrá aðalfundar 2015

Formaður fór yfir dagskrá aðalfundar, sem liggur fyrir. Stjórn samþykkir dagskránna.

  1. Aðilarumsókn Einstakra barna

Formaður kynnti umsókn Einstakra barna að Almannaheill—samtökum þriðja geirans. Fyrir lágu öll umsóknargögn, s.s. lög Einstakra barna og ársskýrsla. Stjórnin samþykkti umsóknina samhljóða og mun leggja til við aðalfund að hún verði staðfest.

  1. Önnur mál

Stjórnarmenn þakka fráfarandi formanni fyrir árangursríka forystu samtakanna síðustu tvö ár.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14.52.

Jón Pálsson