Fundargerð 12. september 2012

Fyrsti fundur starfsársins í stjórn Almannaheilla
12. september 2012, Sigtúni 42, kl 9:00.

Mætt: Ragna Árnadóttir, formaður, Jóhannes Gunnarsson, Sigrún Pálsdóttir, Bylgja Valtýsdóttir, Hildur Helga Gísladóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Jón Pálsson.

Ragna setti fundinn og lagði til að til að byrja með verði fundað á 3ja vikna fresti,

miðvikudaga klukkan 8:30 á skrifstofu UMFÍ. Samþykkt. Næsti fundur verði þó eftir 2 vikur, 26. september kl. 8:30.

Ragna kynnti drög starfsáætlun fyrir starfsárið, sem unninn var í maí 2012.

Meginverkefnið, vinna að heildarlöggjöf. Ragna hefur átt óformlega fundi með

atvinnuvega- og nýsköpunerráðuneytinu um lagasetningarmál. Rætt um hvort

samtökin eigi að bjóða ráðuneytinu þátttöku í gerð löggjafar um almannaheillasamtök og að Hrafn Bragason verði fenginn með Rögnu til þess að vinna að málinu. Jóhannes kom með hugmynd um að Hrafn yrði til dæmis tilnefndur sem formaður nefndarinnar af ráðherra, ráðuneytið skipi einn og Almannaheill einn. Stjórn tók vel í hugmyndina.

Ragna fór yfir drög, sem samtökin hafa unnið að ramma fyrir heildarlöggjöf frá 4.

mars sl.

Rætt um að halda etv. málþing um skattalagaumhverfi almannaheillaaðila.

Hugmyndinni gefinn góður rómur, stefnt að því að halda það í október/nóvember.

Rætt um hugtökin “hagsmunasamtök”, “hagsmunagæsla” og “almannaheill”.

Frjálsum félagasamtökum sjálfboðaliða í almannaheillaþágu er gjarnan stillt upp “á

móti hinu opinbera” rétt eins og samtökum í atvinnulífinu, sem beinlínis vinna að

fjárhagslegri hagsmunagæslu.

Rætt um það hvaða kröfur geta verið gerðar um aðgang að samtökunum. Krafan er

að um sé að ræða almannahagsmuni en ekki sérhagsmuni. Aðalfundur tekur

ákvarðanir um inntöku nýrra félaga að tillögu stjórnar.

Næsti fundur verði eftir 2 vikur, 26. september kl. 8:30. Verkefni hans verður

verkaskipting stjórnar og undirbúningur málþings. Kanna möguleika á að vera með

fund í gegnum fjarfundarbúnað með þátttöku landsbyggðarinnar.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:00.

Jón Pálsson ritaði fundargerð

Skildu eftir svar