Fundargerð 1. nóvember 2012

Mætt: Anna Ólafsdóttir og Jón Pálsson

Ragna Árnadóttir forfallaðist en hafði upplýst um að búið væri að skipa í nefndina á vegum Atvinnu- og Nýsköpunarráðuneytis um  löggjöfina  og að bjartsýni ríkti um að það myndi takast að ljúka löggjöfinni á þessu þingi, jafnvel í febrúar.

Rætt um fyrirkomulag málþingsins.  Anna ræddi um hugmynd að fyrirkomulagi málþingsins, en á síðasta fundi var rætt um að hafa áhersluna á að fá “neytendur þjónustunnar” til segja “reynslusögur” um áhrif almannaheillasamtaka á samfélagið, þ.e. hvernig fólk hefur notið góðs af starfi slíkra félaga.

Hugmynd hafði borist í tölvupósti frá Sigrúnu Páls um eftirfarandi:

“Sem innlegg í tengslum við málþing Almannaheilla hefði ég áhuga á að hlusta á erindi um mismunandi gerðir frjálsra félagasamtaka í þeirri viðleitni að skilgreina nánar okkar eigin samtök, þ.e. samtök sem vinna í þágu almannaheilla. Eins væri fróðlegt að fjalla um hlutverk félagasamtaka í lýðræðissamfélagi, þ.e. sem málsvara almennings og almannaheilla.”

Einnig hefur verið rætt um að fá erindi um mikilvægi frjálsra félagasamtaka sem hreyfiafl til þess að stuðla að og viðhalda lýðræði.

Dagsetning málþings.  Anna nefndi þann möguleika að halda málþingið daginn fyrir dag sjálfboðaliðans, þ.e. þriðjudaginn 4. desember.  Hugmynd að halda þetta klukkan 16:30-18:00 og þannig að höfða til almennings – neytenda þjónustunnar, ekki síður en sjálfboðaliðanna sjálfra.   Ekki síst til þess að vekja athygli almennings á mikilvægi þriðja geirans í samfélaginu.

Anna ræddi um að kanna möguleika á að fá örsögur frá málþinginu í dreifingu út á vefinn, s.s. á Youtube, mbl.is ofl.

Þar sem fundurinn var fámennur og varla löglegur var ákveðið að senda þessar hugleiðingar út á hópinn til hugleiðingar.  Anna mun síðan boða undirbúningshóp saman innan fárra daga.

Þar sem næsti fundur skv. kerfinu á að vera 6. desember var ákveðið að beina því til Rögnu að haldinn verði aukafundur í nóvember.

Fleira var ekki gert og fundi slitið kl 16:58.

Skildu eftir svar