Frjáls félagasamtök í krísu – Hvernig má bregðast við?

Hvernig eiga frjáls félagasamtök að bregðast við þegar krísa kemur upp? Hvert er hlutverk stjórna og starfsmanna þeirra?

Jeannie Fox, kennari við Hamlin-háskóli í Minnesota í Bandaríkjunum fjallar um krísustjórnun fyrir félagasamtök og hlutverk stjórna og starfsmanna í hádegisfyrirlestri fimmtudaginn 16. september næstkomandi. Fyrirlesturinn verður á Zoom og er öllum opinn.

Í fyrirlestrinum mun Fox ræða um nýlegt dæmi frá Bandaríkjunum um viðbrögð félagasamtaka við krísuástandi.

Fyrirlesturinn er á vegum Vaxandi – Miðstöð um samfélagslega nýsköpun, Almannaheilla, samtaka þriðja geirans og Félagsráðgjafardeildar Háskóla Íslands.

Ítarlegri upplýsingar um fyrirlesturinn