Aðalfundur Almannaheilla

Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri og fyrrverandi dómsmálaráðherra, var kjörin formaður Almannaheilla á nýliðnum aðalfundi samtakanna. Ragna tekur við formennskunni af Guðrúnu Agnarsdóttur sem gegnt hefur henni sl. þrjú ár.

Aðalfundur Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, var haldinn 30. maí sl. Samtökin sem hafa 19 aðildarfélög hafa nú starfað í þrjú ár með einkar árangursríkum hætti. Þau hafa haldið fjölmenn málþing að eigin frumkvæði eða í samstarfi við aðra, ýtt undir rannsóknir á og fræðslu innan þriðja geirans, átt gott samstarf við fræðimenn og fagfólk og áhugafólk í fjölmörgum félagasamtökum. Þetta hefur vakið aukna athygli á mikilvægi sjálfboðaliða og félagsstarfs í þágu almannaheilla. Almannaheill hafa ennfremur sett sér vandaðar siðareglur og fengið vilyrði stjórnvalda fyrir því að heildarlöggjöf verði sett um frjáls félagasamtök og sjálfseignarstofnanir.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hélt ávarp á aðalfundinum þar sem hann ræddi möguleika á breytingum á skattalegri meðferð almannaheillasamtaka til samræmis við það sem tíðkast í nágrannalöndum okkar. Í ljósi reynslunnar voru talsverðar breytingar samþykktar á lögum Almannaheilla og kosin var ný stjórn og varastjórn.

Aðalstjórn:
Ragna Árnadóttir formaður, Neytendasamtökin
Anna Margrét Ólafsdóttir Hjálparstarf kirkjunnar
Einar Haraldsson UMFÍ
Guðmundur Magnússon ÖBI
Hildur Helga Gísladóttir KRFÍ
Júlíus Aðalsteinsson BÍS
Ragnheiður Haraldsdóttir KÍ

Varastjórn:
Björn Guðbrandur Jónsson GFF
Bryndís Snæbjörnsdóttir SFL
Bryndís Hagan Torfadóttir Umhyggja
Jóhannes Gunnarsson Neytendasamtökin
Kristjín Siggeirsdóttir Hjartavernd
Sigrún Pálsdóttir Landvernd
Steinunn Hrafnsdóttir Fræðasetur þriðja geirans HÍ

Skildu eftir svar