Fundargerð 10. júní 2011

35. stjórnarfundur, föstudaginn 10. júní 2011 kl. 11:00 í húsi Krabbameinsfélagsins.

Mættir: Ragna Árnadóttir, formaður, Anna Ólafsdóttir, Guðmundur Magnússon, Ragnheiður Haraldsdóttir, Einar Haraldsson, Hildur Helga Gísladóttir, Júlíus Aðalsteinsson, Bryndís Torfadóttir og Bryndís Snæbjörnsdóttir.

Dagskrá:

1. Setning: Ragna Árnadóttir setti þennan fyrsta fund nýkjörinnar stjórnar.

2. Verkaskipting: Rædd voru verkefni og verkaskipting stjórnar. Eftirfarandi verkaskipting var samþykkt fram til næsta aðalfundar:

a. Varaformaður: Anna Ólafsdóttir.

b. Ritari: Júlíus Aðalsteinsson.

c. Gjaldkeri: Hildur Helga Gísladóttir.

d. Umsjón heimasíðu: Anna Ólafsdóttir.

3. Lögheimili og fundarstaður stjórnar: Einar bauð að lögheimili Almannaheilla gæti verið hjá UMFÍ í Sigtúni 42 og jafnframt að stjórnarfundir geti að jafnaði verið haldnir þar. Samþykkt að þiggja þetta boð.

4. Starfsmaður: Bergur Ólafsson hefur látið af störfum sem verkefnastjóri samtakanna eftir að ráðningarsamningur hans rann út í maí. Ekki er til fé til þess að ráða nýjan starfsmann strax, en leita þarf leiða til þess að það verði hægt sem fyrst.

5. Næstu verkefni: Það sem helst er framundan í starfinu:

a. að fylgja eftir væntanlegri frumvarpssmíði

b. að halda á lofti sýnileika samtakanna og þriðja geirans

c. að taka upp viðræður við Fræðasetur þriðja geirans hjá HÍ um áframhaldandi samstarf

d. að vekja athygli á Evrópuári sjálfboðaliðans

e. að fjölga aðildarfélögum samtakanna

f. að ræða við fjárveitingavaldið um stuðning við starfsemi samtakanna

6. Næsti fundur: Næsti stjórnarfundur verður í seinnihluta ágúst.

Fleira ekki rætt,

Fundi slitið kl. 12:00

Skildu eftir svar