Hér með er boðað til aðalfundar Almannaheilla miðvikudaginn 16. maí kl. 16-18 í húsnæði Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, 105 Reykjavík.
Dagskrá
– Kosning fundarstjóra, fundarritara.
– Ávarp forsætisráðherra, Katrínar Jakobsdóttur
– Skýrsla stjórnar um nýliðið starfsár og starfið framundan.
– Skýrsla um fjárhag samtakanna og fjárhagsáætlun.
– Umræður um skýrslur og afgreiðsla ársreiknings.
– Kosning stjórnar og skoðunarmanna .
– Ákvörðun um gjaldskyldu aðildarfélaga.
– Lagabreytingar.
– Önnur mál.
Formaður uppstillinganefndar er Jón Pálsson.
Að loknum aðalfundarstörfum fáum við erindi um nýju persónuverndarlögin.
Hvað þýða nýju persónuverndarlögin fyrir almannaheillafélög?
Tinna Björk Gunnarsdóttir, héraðsdómslögmaður hjá Fortis