42. fundargerð 7. mars. 2012

42. stjórnarfundur, miðvikudaginn 7. mars 2012 kl. 09:00 í húsakynnum UMFÍ.

Mættir: Ragna Árnadóttir, formaður, Júlíus Aðalsteinsson, ritari, Ragnheiður Haraldsdóttir, Hildur Helga Gíslasdóttir, Einar Haraldsson, Jóhannes Gunnarsson, Sigrún Pálsdóttir og Bryndís Hagan Torfadóttir.

  • 1. RÁ setti fund og bað fundarmenn velkomna.
  • 2. Stóru spurningarnar: Samtökin eru í ákveðnum vítahring. Starfsemin er lítil vegna fjárskorts sem veldur lítilli fjölgun aðildarfélaga. Hafa samtökin efni á starfsmanni? Hvernig er unnt að skipuleggja starfsemina og hver þarf virkni stjórnarmanna að vera? Hver er ávinningur félaga af aðild að Almannaheillum? Öflug samtök, aukinn þrýstingur á stjórnvöld. Þurfum að kanna samstarf almannaheillasamtaka á Norðurlöndunum. Mögulega er hægt að bjóða norrænum almannaheillasamtökum til fundar á Íslandi. Leggja áherslu á það við hið opinbera að með því að styrkja frjáls félagasamtök sé verið að styrkja lýðræðið í landinu. Kanna þarf mögulegt samstarf við félag fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu.
  • 3. Aðalfundur 2012: Ákveða þarf tímasetningu aðalfundar og skipa uppstillingarnefnd. Stjórnarmenn skiptu á sig að tala við fólk og stefnt að því að ganga frá þessu á næsta fundi.

Skildu eftir svar