43. fundargerð 21. mars 2012

Almannaheill – samtök þriðja geirans 43. stjórnarfundur, miðvikudaginn 21. mars 2012 kl. 09:00 í húsakynnum UMFÍ. Mættir: Ragna Árnadóttir, formaður, Júlíus Aðalsteinsson, ritari, Ragnheiður Haraldsdóttir, Bryndís Hagan Torfadóttir, Einar Haraldsson, Jóhannes Gunnarsson og Sigrún Pálsdóttir.

 1. RÁ setti fund og bað fundarmenn velkomna.
 2. Stóru spurningarnar: Almannheill eru að vissu leiti í vítahring, starfsemin er lítil og því ekki spennandi fyrir ý félög að koma til lliðs við samtökin. Það er hins vegar lífsnauðsynlegt fyrir Almannaheill að aðildarfélögum fjölgi svo hægt sé að halda úti öflugara starfi. Er mögulegt að ráða starfsmann í samstarfi við Fræðasetur þriðja geirans? Getur stjórn verið virkari? Eiga Almannaheill að standa fyrir könnun á úthlutun opinberra fjármuna í geiranum, sérstaklega með tilliti til breytinga sem gerðar voru á vinnu Alþingis.
 3. Hver getur verið ávinningur félagasamtaka að aðild að Almannaheillum?
  1. Samtakamáttur
  2. Samstarf við almannaheillasamtök á hinum Norðurlöndunum. Ættu Almannaheill að bjóða fulltrúum norrænna alþmannheillasamtka á fund á Íslandi?
  3. Almannaheill ættu að vekja athygli á því að með því að styrkja starfsemi almannaheillasamtka er verið að styrkja lýðræðið.
 4. Rætt var mögulegt samstarf við Félag fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og tóku fundarmenn jákvætt í það.
 5. Aðalfundur Almannaheilla 2012: Hefja þarf undirbúning með skipun uppstillingarnefndar. Fljótlega þarf að ákveða fundartíma.
 6. Fleira ekki gert.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.