43. fundargerð 21. mars 2012

Almannaheill – samtök þriðja geirans 43. stjórnarfundur, miðvikudaginn 21. mars 2012 kl. 09:00 í húsakynnum UMFÍ. Mættir: Ragna Árnadóttir, formaður, Júlíus Aðalsteinsson, ritari, Ragnheiður Haraldsdóttir, Bryndís Hagan Torfadóttir, Einar Haraldsson, Jóhannes Gunnarsson og Sigrún Pálsdóttir.

  1. RÁ setti fund og bað fundarmenn velkomna.
  2. Stóru spurningarnar: Almannheill eru að vissu leiti í vítahring, starfsemin er lítil og því ekki spennandi fyrir ý félög að koma til lliðs við samtökin. Það er hins vegar lífsnauðsynlegt fyrir Almannaheill að aðildarfélögum fjölgi svo hægt sé að halda úti öflugara starfi. Er mögulegt að ráða starfsmann í samstarfi við Fræðasetur þriðja geirans? Getur stjórn verið virkari? Eiga Almannaheill að standa fyrir könnun á úthlutun opinberra fjármuna í geiranum, sérstaklega með tilliti til breytinga sem gerðar voru á vinnu Alþingis.
  3. Hver getur verið ávinningur félagasamtaka að aðild að Almannaheillum?
    1. Samtakamáttur
    2. Samstarf við almannaheillasamtök á hinum Norðurlöndunum. Ættu Almannaheill að bjóða fulltrúum norrænna alþmannheillasamtka á fund á Íslandi?
    3. Almannaheill ættu að vekja athygli á því að með því að styrkja starfsemi almannaheillasamtka er verið að styrkja lýðræðið.
  4. Rætt var mögulegt samstarf við Félag fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu og tóku fundarmenn jákvætt í það.
  5. Aðalfundur Almannaheilla 2012: Hefja þarf undirbúning með skipun uppstillingarnefndar. Fljótlega þarf að ákveða fundartíma.
  6. Fleira ekki gert.

Skildu eftir svar