41. fundargerð 6. mars 2012

43. stjórnarfundur, miðvikudaginn 6. mars 2012 kl. 09:00 í húsakynnum UMFÍ.

Mættir: Ragna Árnadóttir, formaður, Anna Ólafsdóttir, varaformaður, Júlíus Aðalsteinsson, ritari, Ragnheiður Haraldsdóttir, Hildur Helga Gíslasdóttir, Einar Haraldsson, Jóhannes Gunnarsson, Sigrún Pálsdóttir, og Steinunn Hrafnsdóttir.

  • 1. RÁ setti fund og bað fundarmenn velkomna.
  • 2. Heildarlöggjöf: Ragna fundaði með ráðuneyti um minnisblað og fékk jákvæð viðbrögð. Gert er ráð fyrir að málið verði tekið upp við ráðherra. Rætt var um stofnun samráðshóps.
  • 3. Nefnd um endurskoðun laga um Umboðsmann Alþingis: Ragna sagði frá því að hún situr þí þessari nefnd og óskar eftir hugmyndum frá samtökum Almannaheilla.
  • 4. Nýjar reglur um úthlutun fjárlagafjár: Rætt hvort kanna ætti hvernig nýjar reglur um úthlutun fjárlagafjár hafa komið við aðildarsamtök Almannaheilla.
  • 5. Rekstur Almannaheilla: Svar hefur ekki borist frá velferðarráðuneyti vegna styrkumsóknar. Að þessum sökum er ekki unnt að huga að ráðningu starfsmanns. Á meðan ekki er starfsmaður hjá samtökunum þarf stórnin að sinna þeim verkefnum sem fyrir liggja og því er ákveðið að hittast hálfs mánaðarlega fram að aðalfundi. Gjaldkera falið að senda út innheimtuseðla vegna félagsgjalda.

Skildu eftir svar