39. fundargerð 7. desember 2011

39. stjórnarfundur, miðvikudaginn 7. desember 2011 kl. 09:00 í húsakynnum UMFÍ.

Mættir: Ragna Árnadóttir, formaður, Anna M. Þ. Ólafsdóttir, varaformaður, Júlíus Aðalsteinsson, ritari, Bryndís Torfadóttir, Sigrún Pálsdóttir og Einar Haraldsson.

  • 1. RÁ setti fund og bað fundarmenn velkomna.
  • 2. Löggjöf: Rætt um undirbúning löggjafar. Samþykkt að bjóða Jóni Ögmundi frá efnahags- og viðskiptaráðuneytinu til fundar um málið.
  • 3. Málþing: Málþingi um sjálfboðaliða sem haldið var 1. Desember tókst mjög vel og var þátttaka mjög góð. 52 mættu. Framsöguerindi og efni frá umræðuhópunum er komið á vef Almannaheilla.
  • 4. Umsókn til Velferðarráðuneytisins: Farið var yfir umsókn til velferðarráðuneytisins um styrk til að ráða framkvæmdastjóra í hlutastarf. Ef styrkur fæst er hugmyndin að leita samstarfs við Fræðasetur þriðja geirans um ráðninguna.
  • 5. Aðild Samtaka fjárfesta: Rædd voru þau gögn sem fylgdu umsókn þeirra og ákveðið að bjoða þeim á næsta stjórnarfund til að fylgja erindi sínu eftir.
  • 6. Aðild Lífs styrktarfélags: AÓ og JA fóru á fund hjá stjórn Lífs um miðjan október og kynntu starfsemi Almannaheilla. Áhugi er á samstarfi en ekki hefur borist umsókn um aðild að Almannaheillum.

Skildu eftir svar