33) Fundur stjórnar Almannaheilla

33.   fundur stjórnar Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, haldinn fimmtudaginn 5. maí, 2011, kl. 8.30, að Skógarhlíð 8,  Reykjavík.

Mætt: Guðrún Agnarsdóttir, Bergur Ólafsson, Björgólfur Thorsteinsson, Einar Haraldsson, Eva Þengilsdóttir, Júlíus Aðalsteinsson, Kristinn H. Einarsson og Jónas Guðmundsson, sem ritaði fundargerð .

Þetta var gert:

  • 1. Farið var yfir vel heppnað félagaþing Almannaheilla um s.l. helgi. Um 60 manns sóttu þingið og unnið var á 6 borðum. Bergur og Gunnlaugur ritari þingsins hafa safnað saman þeim atriðum sem borðin töldu mikilvægust sem svör við þeim spurningum sem lögð voru fyrir. Guðrún og Bergur hafa síðan gert uppkast að yfirliti og samantekt á niðurstöðum þingsins og búið skjalið til útsendingar, þ.á.m. til efnahags- og viðskiptaráðuneytisins. Gengið hefur verið eftir þeim fjárstyrk, 100 þúsund kr., sem ráðuneytið ákvað að veita til þingsins til að greiða kostnað sem af því hlaust. Verður þessi upphæð lögð inn á reikning Almannaheilla.
  • 2. Fjallað var um áframhaldandi aðkomu Almannaheilla að undirbúningi laga síðar á árinu og ákveðið að bjóða aðildarfelögum að stinga upp á fulltrúum í lagahóp Almannaheilla sem ætlað er að fylgja eftir gerð frumvarps. Áætlað að í hópnum verði 3-5 manns.
  • 3. Rætt um aðalfund samtakanna. Endanlega var ákveðið að dagsetning fundarins verði 30. maí n.k. og hann hefjist kl. 15 í Skógarhlíð 8, húsi Krabbameinsfélagsins. Enn á eftir að ganga frá ýmsum formsatriðum vegna fundarins og þarf stjórnin á sínum næsta fundi að taka afstöðu til nokkurra mála sem snerta framkvæmd fundarins og stefnu samtakanna á næstu mánuðum.
  • 4. Rætt var um nokkrar hugmyndir að breytingum á lögum/samþykktum Almannaheilla. Eru þær sprottnar af reynslu samtakanna á undanförnum þremur árum og miða að því að gera starfsemi samtakanna liprari. Dreift var lista með nokkrum atriðum, en stjórnarmenn vildu bæta við nokkrum fleiri tillögum fyrir næsta fund.
  • 5. Rætt var sérstaklega um tillögur að félagsgjöldum á næsta ári. Fram kom hugmynd um að bæta við einu þrepi í gjaldastigann; nýtt 50 þúsund kr. milligjald verði tekið upp fyrir þau félög sem eru með veltu á bilinu 50 til 100 milljónir kr. Ennfremur var velt upp hugmynd um að sum aðildarfélög yrðu undanþegin félagsgjaldi vegna veikrar fjárhagsstöðu en fengju áheyrnaraðild. Afstaða verður mótuð til endanlegrar tillögu á næsta fundi.
  • 6. Gjaldkeri lagði fram bráðabirgðaniðurstöður að reikningum Almannaheilla á árinu 2010. Um hálfrar milljónar afgangur varð af rekstri félagsins á árinu. Eignir í árslok námu um 1,5 milljónum kr.
  • 7. Rætt var um skipun uppstillingarnefndar. Gerð var tillaga um Björn B. Jónsson og Guðrúnu Agnarsdóttur. Júlíus benti á Þorstein Sigurðsson frá Bandalagi skáta og ætlaði hann að hafa samband við Þorsteinn og kanna hvort hann gæti tekið þátt. Var Guðrúnu falið að kanna afstöðu þessara einstaklinga og eftir því sem svör þeirra gefa tilefni til að athuga með fleiri kandidata í nefndina.
  • 8. Ákveðið var að næsti fundar stjórnar yrði 11. maí.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10.15.

Skildu eftir svar