32) Fundur stjórnar Almannaheilla

32.   fundur stjórnar Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, haldinn föstudaginn 15. apríl, 2011, kl. 8.30, að Skógarhlíð 8,  Reykjavík.

Mætt: Guðrún Agnarsdóttir, Bergur Ólafsson, Einar Haraldsson, Eva Þengilsdóttir, Jónas Þórir Þórisson, Júlíus Aðalsteinsson og Jónas Guðmundsson, sem ritaði fundargerð .

Þetta var gert:

  • 1. Undirbúningur fyrir félagaþing um setningu laga um félagasamtök er vel á veg kominn. Búið er að senda út fundarboð. Leitað hefur verið eftir borðstjórum. Stjórnarmenn munu útvega ýmisleg smávægilegt fyrir fundinn. Samið verður við matráðskonu Krabbameinsfélagsins um að annast veitingar á fundinum. Undirbúningsnefnd fyrir fundinn heldur áfram störfum.
  • 2. Rætt um aðalfund. Stefnt að því að boða til fundarins 25. maí. Undirbúa þarf tillögu um lagabreytingar, athuga með nýjan stofnsamning, skipa í uppstillinganefnd o.fl.
  • 3. Enn hafa ekki borist fullnægjandi upplýsingar fyrir könnunina um fjárstreymi á milli opinberra aðila og aðildarsamtaka Almannaheilla.
  • 4. Ákveðið var að næsti fundar stjórnar yrði 5. maí.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9.50.

Skildu eftir svar