32) Fundur stjórnar Almannaheilla

32.   fundur stjórnar Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, haldinn föstudaginn 15. apríl, 2011, kl. 8.30, að Skógarhlíð 8,  Reykjavík.

Mætt: Guðrún Agnarsdóttir, Bergur Ólafsson, Einar Haraldsson, Eva Þengilsdóttir, Jónas Þórir Þórisson, Júlíus Aðalsteinsson og Jónas Guðmundsson, sem ritaði fundargerð .

Þetta var gert:

  • 1. Undirbúningur fyrir félagaþing um setningu laga um félagasamtök er vel á veg kominn. Búið er að senda út fundarboð. Leitað hefur verið eftir borðstjórum. Stjórnarmenn munu útvega ýmisleg smávægilegt fyrir fundinn. Samið verður við matráðskonu Krabbameinsfélagsins um að annast veitingar á fundinum. Undirbúningsnefnd fyrir fundinn heldur áfram störfum.
  • 2. Rætt um aðalfund. Stefnt að því að boða til fundarins 25. maí. Undirbúa þarf tillögu um lagabreytingar, athuga með nýjan stofnsamning, skipa í uppstillinganefnd o.fl.
  • 3. Enn hafa ekki borist fullnægjandi upplýsingar fyrir könnunina um fjárstreymi á milli opinberra aðila og aðildarsamtaka Almannaheilla.
  • 4. Ákveðið var að næsti fundar stjórnar yrði 5. maí.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 9.50.

Skildu eftir svar

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.