Almannaheill efna til félagaþings

Félagaþing Almannaheilla 2011 – þín þátttaka skiptir máli
30. apríl 2011 kl. 09:00-14:00
í húsnæði Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, 4. hæð

Almannaheill – samtök þriðja geirans hafa ákveðið að efna til málþings með þjóðfundarsniði til að undirbúa lagasetningu um frjáls félagasamtök. Félagaþingið verður haldið í húsnæði Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, 4. hæð þann 30. apríl 2011 kl. 09:00-14:00.

Viðskipta- og efnahagsráðuneytið vinnur nú að undirbúningi heildarlagasetningar um þriðja geirann. Almannaheill efna af því tilefni til málþings þar sem félagasamtökum gefst kostur á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum og hugmyndum. Eitt af markmiðum laganna verður að bæta rekstrarumhverfi frjálsra félagasamtaka og gera þeim betur kleift að sinna hlutverki sínu. Það er því afar mikilvægt að fulltrúar sem flestra frjálsra félagasamtaka komi að þessu verkefni frá byrjun og taki þátt í að móta lögin.
Mikil þátttaka gefur stjórnvöldum til kynna að þetta séu mál sem skipta félagasamtök landsins máli. Við þurfum að sýna víðtæka samstöðu til þess að fá rekstrarumhverfi okkar bætt, þ.m.t. skattareglur.
Því viljum við bjóða félagi/samtökum þínum að taka þátt og senda tvo fulltrúa til þingsins.
Vinsamlega skráið ykkur hér að neðan:
http://www.almannaheill.is/felagathing-almannaheilla-2011/

Dagskrá Félagaþings Almannaheilla 30. apríl 2011
09:00 Hús opnar.
09:30 Skráning
9:50-10:00 Inngangur

Fundarstjóri hefur nokkur inngangsorð um tilgang fundarins, dagskrána og útskýrir skiptingu borða í A og B.
10:00 – 10:45 Verkefni 1
Fundarstjóri les eina spurningu fyrir hvorn hóp:
• – A-borðin: ,,Hvað þarf að vera til staðar í samfélaginu til að almannheillastarfsemi blómstri? (Hvernig vilt þú hafa framtíðarumhverfi almannaheillasamtaka?)”
• – B-borðin: ,,Hvaða skilyrði ættu samtök/stofnanir/sjóðir að þurfa að uppfylla til að teljast almannaheillastarfsemi?”
10:45-11:00 Kaffihlé
11.00-11:30 Verkefni 2

Fundarstjóri les eftirfarandi spurningu fyrir bæði A og B borðin:
• – ,,Til hvaða þátta þurfa heildarlög að taka?”
11:40-12:05 Verkefni 3

Fundarstjóri les upp þemu sem unnið verður með og hvað skal gera.
Öll borðin fá átta til tíu þemu til að vinna með – byggt á þeim flokkum sem fengu flest atkvæði.
12:05-12:40 Verkefni 4
Nú er borðum skipt upp í þemu. Hversu mörg þemu verða valin fer eftir borðafjölda. Allir við borð fá mismunandi þemu og færa sig á viðeigandi borð fyrir utan einn sem heldur kyrru fyrir auk borðstjóra og ritara. Þátttakendur taka með sér allar hugmyndir undir eigin þemu.
12:40-13:10 Matur og kynningar
Boðið verður upp á súpu og brauð. Borðstjórar kynna helstu niðurstöður á hverju borði.
13:25 Slit
Fundarstjóri dregur saman í lokin.
Húsnæðið opið til kl. 14:00.
Muna að skrá sig hér: http://www.almannaheill.is/felagathing-almannaheilla-2011/
Frekari upplýsingar veitir:
Bergur Ólafsson
Verkefnisstjóri
Bergur@almannaheill.is
Gsm 662 8500

Skildu eftir svar