Almannaheill og Fræðasetur þriðja geirans við Háskóla Íslands hafa nú í samvinnu við velferðarráðuneytið kynnt áhugaverða skýrslu starfshóps um mikilvægi þess að setja heildarlöggjöf um starfsemi frjálsra félagasamtaka og sjálfseignarstofnana.

Til málstofunnar mættu fulltrúar helstu félagasamtaka og sjálfseignarstofnana landsins sem margir hverjir vörpuðu fram spurningum eða hugleiðingum um málefni er tengjast starfsgrundvelli og skattheimtu ríkisins á frjáls félagasamtök. Einnig kom fram að mikilvægi þriðja geirans hefur sjaldan verið jafn mikið og einmitt nú, en á sama tíma er orðið erfiðara að afla fjár og starfsskilyrði hafa versnað. Í þessu ljósi er mikilvægt að skapa frjálsum félagasamtökum og sjálfseignarstofnunum betri rekstrarskilyrði með svipuðum hætti og nágrannalönd okkar hafa gert í áratugi.
Skýrslu starfshópsins um heildarlöggjöfina má finna á heimasíðu velferðarráðuneytisins og hvetjum við alla þá sem málefnið varðar að kynna sér vel innihald hennar.
Skýrsluna er að finna hér: http://www.velferdarraduneyti.is/frettir-vel/nr/32657

Skildu eftir svar