31) Fundur stjórnar Almannaheilla

31.   fundur stjórnar Almannaheilla, samtaka þriðja geirans, haldinn fimmtudaginn 10. mars, 2011, kl. 8.30, að Skógarhlíð 8,  Reykjavík.

Mætt: Guðrún Agnarsdóttir, Bergur Ólafsson, Björgólfur Thorsteinsson, Einar Haraldsson, Eva Þengilsdóttir, Jónas Þórir Þórisson, Júlíus Aðalsteinsson og Jónas Guðmundsson, sem ritaði fundargerð .

Þetta var gert:

  • 1. Verkefnisstjóri sagði frá vinnu við öflun nýrra aðildarfélaga. Haft hefur verið samband við um 30 félagasamtök. Fundað hefur verið með nokkrum og fyrirhugaður er annar fundur með Landsbjörgu, þ.e. stjórn. Áfram verður unnið að þessu verkefni.
  • 2. Formaður skýrði frá fundi sem hún var boðuð á í efnhags- og viðskiptaráðuneytinu. Fundinn sátu efnahags- og viðskiptaráðherra, ráðuneytisstjóri og tveir sérfræðingar ráðuneytisins, auk ritara. Fóru varaformaður og ritari með henni á fundinn. Ráðherra lýsti áhuga á að unnið verði með hraði að lagasetningu varðandi almenn félög. Fyrst og fremst hafði hann áhuga á að settar verði lagareglur um félagasamtök sem þiggja styrki frá hinu opinbera. Ekki er víst að nefnd verði sett ímálið en ráðgjafar leitað hjá Almannaheillum. Tóku fulltrúar ráðuneytisins vel undir það að standa að fundum um málefnið með Þjóðfundarsniði til að vekja umræður meðal félagasamtaka og afla upplýsinga og skoðana. Er líklegt að með því náist víðtækari sátt um málið. Ekki var ákveðið hvernig því samstarfi yrði háttað.
  • 3. Rætt var um könnunina sem unnið hefur verið að um fjárstreymi á milli opinberra aðila og aðildarsamtaka Almannaheilla. Lagði formaður áherslu á og lokið yrði við könnunina sem fyrst.
  • 4. Ítarlega var fjallað um þátttöku Almannaheilla í undirbúningi nýrra löggjafar varðandi almannaheillasamtök. Er stefnt að stórum fundi með þjóðfundarsniði um málið þ. 30. apríl. Mun vinnunefnd skipuð Guðrúnu, Bergi, Evu, Júlíusi, Björgólfi og Jónasi G, vinna að tillögum varðandi fundinn. Einar tók að sér að athuga með fundaraðstöðu hjá KSÍ.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10.10.

Skildu eftir svar