2) Fundur stjórnar Almannaheilla 08.07.2008

  • 2. fundur stjórnar Samtakanna almannaheilla, haldinn þriðjudaginn 8. júlí

2008, kl. 12.00, í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Mætt: Guðrún Agnarsdóttir, Eva Þengilsdóttir, Kristinn Halldór Einarsson, Sveinn Magnússon og Björn B. Jónsson sem ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

  • 1. Guðrún formaður setti fundinn og bað stjórnarmenn að segja stuttlega frá sjálfum sér og sinni reynslu í félagsstarfi.
  • 2. Bréf frá Jóni Sigurðssyni þar sem hann býðst til að kynna Samtökin almannaheill á námskeiði sínu í HR í vetur og falast eftir kynningarefni sem er tengt starfsemi Almannheilla. Jákvætt tekið í erindi bréfsins.

Bréf frá formanni Landssamtaka hjólreiðamanna. Formanni falið að svara báðum erindum.

  • 3. Kynningarmál rædd. Formanni falið að senda á stjórn og aðildarfélög fréttatilkynningu sem var send á fjölmiðla, viðtal í Morgunblaðinu og leiðara í sama blaði.
  • 4. Drög að skýrslu um “helstu atriði varðandi endurskoðun á málefnum þriðja geirans”. Eva Þengilsdóttir hefur unnið þessa samantekt fyrir heilbrigðisráðuneytið sem er framhald á rannsóknum Evu sem hún vann fyrir tveimur árum. Miklar og jákvæðar umræður urðu um skýrsluna. Samþykkt að formaður skrifi heilbrigðisráðherra bréfi og fagni þeirri vinnu sem farið hefur fram af hans tilstuðlan og lýsi einnig yfir áhuga með aðkomu Almannheilla að frekara starfi.
  • 5. Ráðstefna í haust. Stefnt er að ráðstefnu í október eða byrjun nóvember. Eva og Guðrún kanna með erlendan fyrirlesara.
  • 6. Næsti stjórnarfundur verður haldinn í byrjun ágúst. Formaður boðar fund.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 14.15.

Skildu eftir svar