3) Fundur stjórnar Almannaheilla 09.09.2008

 • 3. fundur stjórnar Samtakanna almannaheilla, haldinn þriðjudaginn 9. september 2008, kl. 15, í húsi Krabbameinsfélags Íslands að Skógarhlíð 8, Reykjavík.

Mætt: Björn B. Jónsson, Guðrún Agnarsdóttir, Kristinn Halldór Einarsson og Jónas Guðmundsson, sem ritaði fundargerð.

Þetta var gert:

 • 1. Rætt var um og fagnað framtaki Háskólans í Reykjavík við að bjóða í tilefni af 10 ára afmæli sínu almannaheillasamtökum starfskrafta kennara og nemenda skólans.
 • 2. Staðfest var að hindurnum fyrir því að samtökin verði skráð með réttu nafni og fái kennitölu hefur verið rutt úr vegi. Þeir sem áður skráðu félag undir þessu nafni hafa staðfest við ríkisskattstjóra að þeir láti nafnið af hendi, enda sé hlutverki eldra félagsins löngu lokið. „Nafn Almannaheilla er vel komið hjá þeim samtökum”, segir í skeyti Gísla Helgasonar.
 • 3. Rætt um ráðstefnu sem fyrirhugað er að halda í haust. Þessi atriði voru nefnd:
 • a. Ráðstefnan standi í hálfan dag, byrji um átta um morguninn og endi um hálfeitt.
 • b. Unnið verði að því að fá þann breska ráðherra sem sér um málefni þriðja geirans þar í landi til að tala á ráðstefnunni. Heilbrigðsráðherra hefur gefið vilyrði um að kosta komu hans.
 • c. Til tals hefur komið að fá annan erlendan fyrirlesara, sem er að kenna hjá HR, til að tala á ráðstefnunni.
 • d. Einnig var rætt um að fá íslenska fyrirlesara. Björn mun athuga með rannsókn Þórdísar Gísladóttur í því sambandi.
 • e. Helst hefur verið rætt um að ráðstefnan verði seint í nóvember.
 • f. Umræðuefni á ráðstefnunni gætu verið hvers almannaheillasamtök eru megnug og hvað skortir á í að starfsumhverfi þeirra sé fullnægjandi.
 • g. Leggja þarf áherslu á kynningarmál í kringum ráðstefnuna. Rætt um Silfur Egils, Kastljós og viðtöl Boga Ágústssonar.
 • h. Eftir er að finna heppilegan sal fyrir ráðstefnuna. Verði ákveðið að hafa góðan morgunverð eða hádegisverð þá þarf hún væntanlega þurfa að vera á einu hótelanna.
 • i. Rætt um að skipuleggja ráðstefnuna án þess að ráða til þess sérstakan verkefnisstjóra og leggja frekar fjármuni í aðra þætti.
 • 4. Rætt um fjármál samtakanna. Um leið og bankareikningur hefur verið opnaður þarf að ganga eftir félagsgjöldum aðildarfélaganna.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16.10

Skildu eftir svar